-Auglýsing-

Tvö hjartaómtæki tekin úr notkun vegna aldurs

LandspítaliEnn berast dapurlegar fréttir af úr sér gengnum tækjakosti Landspítala. í gær sagði Fréttastofa RÚV fréttir af ástandi á hjartaómunarbúnaði og ömurlegum aðstæðum starfsfólks og sjúklinga á deildinni, fréttin fylgir hér fyrir neðan.

Ráðgert er að hætta að nota tvö hjartaómtæki á Landspítalanum í byrjun nóvember vegna þess að þau þykja ekki lengur tæknilega fullnægjandi. Enginn vill bera ábyrgð á notkun þeirra lengur.

-Auglýsing-

Ragnar Danielsen hjartasérfræðingur er forstöðulæknir fyrir hjartaómun Landspítalans þar sem hljóðbylgjur eru notaðar til þess að rannsaka hjartað. Deildin býr við mjög þröngan húsakost þar sem hún er á miðjum gangi við dyr sem liggja beint út í aðalhol einnar hæðarinnar á Landspítalanum við Hringbraut.

Ragnar segir mikinn umgang þarna. Fólk þurfi að komast inn í hluti þarna fyrir innan auk þess sem þarna eru skrifstofur lækna.

Sjúklingar ómskoðaðir frammi á gangi

Aðalómherbergið er ágætt en það vantar annað herbergi og því eru sjúklingar ómskoðaðir á ganginum líka. Öðrum megin við þunnt tjald er farið yfir upplýsingar um sjúklinga sem búið er að skoða en hinum megin eru sjúklingar í rannsókn.

- Auglýsing-

„Þannig að þagnarskylda er ekki í heiðri höfð beint ef einhver vill hlusta á það sem ég er að segja hérna á meðan hann liggur þarna þá getur hann heyrt það,“ segir Ragnar. „Þetta er vandamál víða á spítalanum.“ Fyrst og fremst sé það vandamál að ekki sé nægur vinnufriður.

Ómbásinn sjálfur er lítill og þröngur og erfitt getur verið að koma sjúklingum þar fyrir. Ef ástandið batnar ekki má gera ráð fyrir að þjónustan muni skerðast. Ragnar segir að tækin séu orðin það léleg að þau verði tekin úr notkun fljótlega því enginn vilji nota þau lengur eða bera ábyrgð á þeim.

Nýútskrifaðir læknar hafa ekki séð jafn gömul tæki

Fjögur ómtæki eru á Landspítalanum. Tvö þeirra eru orðin mjög gömul og eru með úreltan tæknibúnað þannig að ekki er hægt að endurnýja þau. Yfirlæknar sendu stjórn spítalans bréf þar sem bent er á að ekki sé forsvaranlegt að nota þau áfram.

„Við munum hætta notkun þeirra fyrir fyrsta nóvember meðal annars vegna þess að sérfræðingar sem eru að nota þessi tæki í dag sjá ekki það sem þeir þurfa með þessum tækjum til að geta gefið viðeigandi sjúkdómsgreiningar,“ segir Ragnar. „Þeim finnst þeir vera að missa af upplýsingum.“

Sérfræðingar sem nýlega hafa komið til starfa hér á landi og eru vanir nútímatækjabúnaði hafa aldrei séð svona gömul tæki. Þeim finnst óþægilegt að sjúkdómsgreina fólk með tækjabúnaði sem gefur ekki nógu skýrar myndir og því erfitt að lesa úr. Sérfræðingar sem fara á námskeið til útlanda í endurmenntun geta ekki nýtt sér þá þekkingu þegar heim er komið vegna þess hve tækin eru gömul. „Þannig að við erum með tvö ónothæf ómtæki og tvö sem við getum notað þannig að við komumst ekki yfir þau verkefni með þeim tækjum sem við höfum í dag og það kemur niður á þjónustunni,“ segir Ragnar.

Reynt er að sinna öllum bráðasjúklingum en þeir sem eru taldir geta beðið fara á biðlista. „Og það hefur ekki ósjaldan skeð að það er að dragast upp í þrjá til sex mánuði að slíkir sjúklingar komast að,“ segir Ragnar.

Hvað gerist ef húsnæðisvandi hjartaómunar yrði leystur? „Þá vantar okkur líka mannskap til þess að geta gert það því það vantar fleiri ómtækna,“ svarar Ragnar. „Þeir eru of fáir miðað við fjölda rannsókna og svo vantar þessi tæki þannig að þetta er þrennt sem spilar inn í þannig að þjónustan mun vissulega skerðast.“

- Auglýsing -

Hér má sjá frétt RÚV í fréttatíma sjónvarps

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-