-Auglýsing-

Nótt á Landspítala

Út um gluggaÉg komst að því á síðasta sólahring að heilbrigðisþjónusta byggir á fólkinu sem velur sér þessi óeigingjörnu störf, þetta er gott fólk.

Á föstudagsmorgninum fór ég niður á Landspítala í smávægilega aðgerð og ætlunin var að fara heim aftur um miðjan dag. Ég átti satt best að segja von á því að hitta fyrir útkeyrt og áhyggjufullt starfsfólk sem væri hlaupandi um ganga, en það var nú aldeilis ekki þannig.

Ég mætti á dagdeildina13D en ég átti að fara í lifrarástungu vegna lifrarsjúkdóms sem ég er með, þannig að ekki var það hjartað að þessu sinni.

Viðmótið sem tók á móti mér var elskulegt og afslappað og þó svo að ég skynjaði að það væri meira en nóg að gera hjá flestum lögðu allir sig fram um að sinna sjúklingum sem best og mér virtist engin vera útundan. Þetta kom mér kannski ekki beint á óvart en sýndi mér hvað við eigum elskulegt og fallega innréttað fólk sem er tilbúið til að leggja ótrúlega mikið á sig fyrir okkur hin sem þörfnumst þjónustu þeirra.

Eins og ég nefndi í upphafi var áætlunin að ég færi heim um miðjan dag en ekki gekk allt sem skyldi þannig að eftir svolítið morfín og slatta af verkjalyfjum var ákveðið að geyma Björnin á 13 E yfir nóttina.

Ég hugsaði með mér að nú færi ég yfir á deild þar sem væri virkilega veikt fólk þannig að það væri ekki víst að sama viðmótið yrði upp á teningnum og á 13 D. Aftur var mér komið á óvart, mikið að gera en allir höfðu tíma til að klappa á öxl, brosa og bjóða fram aðstoð sína, aldeilis ótrúlega góð og notarleg upplifun svo ekki sé fastar að orði kveðið.

- Auglýsing-

Ég hef ekki legið inni á Landspítala yfir nótt frá því áður en við fluttum til Danmerkur fyrir að verða fimm árum síðan. Síðast þegar ég lá inni á spítala var það á Skejby sjúkrahúsinu í Danmörku. Það er nýlegt hús og búið öllum nýjustu tækjum og þar er mikið af þeim. En mér leið betur á 13 D og 13 E á Landspítalanum, þrátt fyrir gömul húsakynni og vöntun á tækjum.

Fólkið á Landspítalanum var hlýlegra og lagði sig fram um að okkur sjúklingunum liði vel þrátt fyrir erfitt ástand í spítalamálum og ég skildi hvert einasta orð.

Þrátt fyrir verki og óþægindi lagðist ég sáttur til svefns á stofu 8 á 13 E, mér fannst ég í góðum og öruggum höndum, hér var mitt fólk.

Það var því sáttur Björn sem fór heim í dag, verkjalaus.

Takk fyrir mig.

Myndina með pistlinum, tók ég út um gluggann á stofunni sem ég var á og þótt húsið sé kannski gamalt þá er útsýnið fallegt og fólkið gott.

Björn Ófeigs

P.S. Ekki gleyma að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-