-Auglýsing-

Starfsfólk LSH að kikna undan álagi

Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Starfsmönnum á Landspítalanum hefur fækkað um 670 frá ársbyrjun 2009. Þannig hefur tekist að koma til móts við kröfur um gríðarlegan niðurskurð í kreppunni, en á árinu 2010 var LSH gert að lækka kostnað sinn um 3.400 milljónir króna.

Launagjöld eru stærsti útgjaldaliður spítalans en þau voru 1,2 milljörðum lægri árið 2010 en árið á undan og tekjuafgangur var 52 milljónir. Þannig hefur góður árangur náðst í tilætluðum sparnaði en það sama verður ekki sagt um ánægju starfsfólks með starfsumhverfi sitt.

-Auglýsing-

Á dögunum birtust niðurstöður könnunar sem gerð var meðal starfsfólks LSH síðastliðið haust, en þær sýna m.a. að mörgum þykir Landspítalinn ekki nógu aðlaðandi vinnustaður, starfsandinn sé ekki nægilega góður. Þá telja margir að umræðan sé ekki nægilega opin innan Landspítalans né að óhætt sé að gagnrýna það sem betur má fara.

Orðin löng vertíð
Þegar spurt var um vinnuálag sagði meirihluti starfsmanna það vera mikið eða mjög mikið og svipaða sögu var að segja um streitu í starfi. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist hafa á tilfinningunni að stjórnendum hafi tekist þokkalega að bæta starfsandann eftir mikla óvissu og erfiðleika undanfarið, en hinsvegar sé alveg ljóst að vinnuálagið hafi aukist gríðarlega
„Upplýsingastreymið til fólks er betra en áður og stjórnendum virðist hafa tekist að skapa ákveðna liðsheild. Ég veit ekki hvort hægt er að segja að starfsandinn sé léttari, en í öllu falli eru allir að vinna að sama markmiði og leggja sig gríðarlega mikið fram. En þetta er auðvitað ástand sem getur ekki haldið lengi áfram án þess að valda gríðarlega miklu álagi og þreytu.“

Líkja má ástandinu við vertíð sem engan enda tekur að sögn Elsu. Starfsfólk ráði við að taka á sig aukið álag í skorpum en þegar álagið sé orðið viðvarandi hljóti eitthvað að láta undan. Hún segist hafa áhyggjur af því að ástandið versni þar sem sagt hefur verið að fækka þurfi um 70-100 stöðugildi í viðbót.

„Ef fækkar enn í mannaflanum þá heldur álagið áfram að aukast á þeim sem eftir standa, jafnvel þótt vonast sé til að þetta verði tekið út í starfsmannaveltu en ekki í uppsögnum.“

- Auglýsing-

Sjúkraliðar örmagna
Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir að sjúkraliðar á Landspítala upplifi stöðuna sem mjög erfiða.
„Fólk virðist ekki óánægt með yfirmenn sína, en því líður illa og það hefur sýnt sig að þegar við reynum til dæmis að kalla saman fundi þá kemst fólk ekki, jafnvel þótt við setjum þá niður á vaktaskiptum, því það er örmagna. Fólk þarf alltaf að hlaupa hraðar og hraðar og það tekur á bæði andlega og líkamlega.“

Í kjölfar niðurstaðna könnunarinnar sem lágu fyrir í byrjun janúar ákvað stjórn LSH að grípa til aðgerða til að minnka þreytu og álagseinkenni starfsmanna. Meðal annars verður efnt til tilraunar um stutta hvíldarstund, boðið upp á námskeið um líkamsbeitingu og starfsfólk hvatt til heilsuræktar.

Morgunblaðið 22.01.2011

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-