-Auglýsing-

Starfsfólk bráðadeildar LSH áhyggjufullt

“Við teljum að nú sé ástand þannig að veruleg hætta er á mistökum sem ekkert okkar vill verða fyrir.” Svo segir meðal annars í bréfi lækna og starfsfólks á bráðadeild Landspítalans sem fyrr í vikunni var sent til yfirstjórnar spítalans.

Kemur glögglega fram í bréfi þessu, sem Eyjan hefur undir höndum, að starfsfólkið allt kvíðir vinnudeginum enda álagið gríðarlegt og mannekla þýðir að hættan á alvarlegum mistökum fer mjög vaxandi.

-Auglýsing-

Er bréfið mikill áfellisdómur yfir deildinni eftir sameiningu bráðadeilda sem átti að hagræða en um leið minnka vinnuálag lækna og starfsmanna. Forstjóri LSH hefur ítrekað lýst því yfir að breytingarnar hafi engin neikvæð áhrif og þjónustustig verði áfram hátt og gott.

Segir bréfið aðra sögu: “Tilefni þessa bréfs er að upplýsa þig um áhyggjur okkar af því ástandi sem skapast hefur á bráðamóttökunni í kjölfar sameiningar. […] Þótt ekki hafi komið nein stór slys inn þessa fyrstu daga hefur reynsla okkar verið átakanleg, mun verri en búast mátti við. Allir sérfræðingar “á gólfinu”og yngri læknar sviðsins sjá að hér vantar vinnandi hendur miðað við þær aðstæður sem okkur eru búnar og miðað við skipulagið sem ríkir á spítalanum. Við teljum að nú sé ástand þannig að veruleg hætta er á mistökum sem ekkert okkar vill verða fyrir. Auk þess er vinnuálag slíkt að mikillar streitu er farið að gæta meðal læknanna á vöktunum og það eykur enn á hættu mistaka. Til þess að leggja ekki um of á næstu vaktlækna vinnum við langt fram yfir umsamdan tíma á sumum vöktum.”

www.eyjan.is 15.04.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-