-Auglýsing-

Hvað á barnið að heita?

hugsiÉg hef oft haft áhyggjur af öryggi sjúklinga. Áhyggjur mínar hafa oftast stafað af illdeilum milli stjórnenda LSH og starfsmanna þar og satt best að segja hefur verið þar af nógu að taka.  Upp á síðkastið hef ég hinsvegar haft áhyggjur af þeirri staðreynd að tvær bráðamóttökur verða áfram í gangi þrátt fyrir þær breytingar sem verið er að gera á starfsemi bráðamóttökunnar.
Ég hef áður lýst því hér að ég hafi miklar efasemdir um nýtt fyrirkomulag bráðamóttöku fyrir brjóstverkjasjúklinga og hef talið að verið sé að bjóða hættunni heim og auka líkurnar á því að mistök eigi sér stað.  Fyrir ekki svo löngu síðan þá ritaði ég einmitt pistil um þetta málefni þar sem mér fannst þetta allt ruglingslegt og ekki  liggja ljóst fyrir hvenær maður færi á Hringbraut og hvenær maður færi í Fossvog.

Ég hugsaði með mér að Landspítalamenn ættu að njóta vafans og ef kynning á þessari breytingu færi vel og rækilega fram gæti þetta svosem verið hið besta mál.
Ég fylgdist því af miklum áhuga með því hvernig upplýsingar um væntanlegar breytingar voru kynntar á vef Landspítalans og fannst byrjunin lofa nokkuð góðu. Á vefsíðu Landspítalans voru pistlar um fyrirhugaðar breytingar og annarsstaðar á forsíðunni  er síðan tengill með nánari upplýsingum um hjartamiðstöð LSH. Ég fletti svo Morgunblaðinu í gær og þar var grein eftir Kristínu Sigurðardóttir og Davíð O. Arnar sem veita hjartamiðstöð LSH forstöðu.

-Auglýsing-

Greinin var ágæt og lögð á hersla á að hjartamiðstöð LSH væri mikið framfaraspor og farið fögrum orðum um það allt saman og ekkert nema gott um það að segja. Ég hef að vísu þann varan á að þeir sem eru svo óheppnir að fá hjartaáfall um helgi gætu lent á vergangi þar sem hjartamiðstöðin er lokuð um helgar og bráðaþjónusta í Fossvogi. Í Fossvogi er ekkert hjartaþræðingartæki þannig að ljóst er að ferðast þarf með bráðveika sjúklinga á milli staða.
Ég var þess vegna alveg bit þegar ég leit inn á vefsíðu hjartaheilla í dag.  Þar er birtur pistill frá áður nefndum stjórnendum hjartamiðstöðvar LSH um nýtt fyrirkomulag bráðamóttökunnar á Hringbraut og er þar talað um hjartamiðstöðina sem á að heita hjartagátt Landspítala.

Hvernig dettur stjórnendum LSH það í hug að kynna opnun eða breytingu á jafnmikilvægri bráðamóttöku eins og hjartamóttöku með því að rugla fram og til baka með nafnið á henni.  Alla vega virðast stjórnendur móttökunnar ekki vera með það alveg á hreinu frá degi til dags eins og sjá má í þessari grein og þessum pistli.

Þið verðið að fyrirgefa en mér finnst þetta vægast sagt ruglingslegt, kynningin léleg og maður spyr sig hver stjórni þessari kynningu eiginlega. Nema þetta séu mistök.

Ekki að það skipti svosem  máli hvað barnið heiti svo framarlega sem maður veit hvar það er að finna.

- Auglýsing-

Lesendum til upplýsinga skal þess getið að hjartamiðstöð Landspítala sem heitir víst hjartagátt Landspítala er við Hringbraut og er opinn frá 8 á mánudagsmorgnum til 20 á föstudagskvöldum. Á öðrum tímum er móttaka í Fossvogi.

Árósum 14.04.2010

Björn Ófeigsson

P.S. Þann 19 apríl kom flott kynning á deildinni í Íslandi í dag. Vel gert.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-