-Auglýsing-

Staða líffæragjafa könnuð

Heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið hafa sett á laggirnar vinnuhóp sem á að kanna stöðu sjálfviljugra líffæragjafa einkum með tilliti til greiðslna vegna tímabundinnar óvinnufærni eftir líffæragjöf.

Vinnuhópurinn var skipaður 28. nóvember 2007 og ber að skila skýrslu um málið eigi síðar en 1. apríl 2008. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sé einnig starfandi nefnd sem fjalli um líffæraígræðslur og var hún skipuð fyrr í haust. Nefndinni sé ætlað að vera ráðgefandi á sviði ígræðslu líffæra, safna saman upplýsingum um stöðu mála á hverjum tíma, svo sem fjölda líffæragjafa og líffæraþega, biðlista og biðtíma eftir líffæraskiptum. Nefndin skuli einnig gefa árlega skýrslu um hið norræna samstarf, sem fer fram á vegum Scandiatransplant. Þá skuli nefndin koma með tillögur til ráðherra um hugsanlegar breytingar á lögum eða reglugerðum sem varða málaflokkinn eftir því sem nefndin telur ráðlegast hverju sinni.

www.dv.is 06.12.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-