-Auglýsing-

Skrítið hvernig lífið virkar!

Daníel Örn Sigurðsson
Daníel Örn Sigurðsson

Einu sinni sem oftar er ég inni á hjartadeild og núna deili ég stofu með Daníel. Hann lenti í erfiðum veikindum og gaf mér leyfi til að birta hugrenningar sínar um þessar óvæntu aðstæður sem hann stendur skyndilega frammi fyrir, en gefum Daníel orðið.

Ég ligg hér inn á 14G hjartadeild á Landspítalanum. Ég er líklega að fara í hjartaþræðingu á morgun. Þegar ég kom fyrst inn á Fossvog þá var ég með mjög alvarlega lungnabólgu en fljótt skipast veður í lofti. Það kom í ljós með tímanum að ég var með hjartabilun en ekki lungnabólgu.

Ég er 31 árs gamall og fyrir þremur vikum gastu sett mig inn í skvass-sal og ég gat spilað við þig í klukkutíma án þess að blása úr nös. Í dag geng ég 20 metra og ég er móður, bara að því að einhver veira kom í heimsókn og veikti hjarta mitt.

Í dag skiptir mig ekkert meira máli en heilsan mín (fyrir utan börnin mín). Hún skiptir mig svona miklu máli að því að ég er að upplifa það að missa hana, ég tók henni sem sjálfsögðum hlut vegna þess að hún hefur alltaf verið hjá mér.

Kæri vinur ekki vanvirða viðveru heilsu þinnar, hún gæti farið. Og þegar hún fer þá hefuru ekkert!

Daníel Örn

- Auglýsing-

 

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-