-Auglýsing-

Skömm Landlæknisembættisins

EmbættismaðurEftir því sem fleiri fregnir berast af fólki sem smitast hefur af lifrarbólgu C er ljóst að eftirlitsaðilar þ.e. smitsjúkdómalæknir og Landlæknir hafa brugðist fólki.

Svo virðist sem andavaraleysi hafi ríkt hjá þessum aðilum gangvart almenningi og í stað þess að fræða fólk á hugsanlegri smithættu vegna blóðgjafa, virðast þeir hafa beðið eftir því að fólk væri greint fyrir tilviljun.

Embættið valdi þá leið að senda heilbrigðisstarfsfólki upplýsingar um að vera vakandi fyrir einkennum, en treysti almenningi ekki fyrir því að fá þær upplýsingar að því er virðist. Það kom svo að því að þetta sprakk í andlitið á þeim og eftir sitja einstaklingar sem klárlega hefur verið brotið á.

Þetta er stóralvarlegt og vinnubrögð embættanna forkastanleg.

Landlæknir ber ríkar skyldur gagnvart almenningi og mikilvægt að embættið sýni áreiðanleika í sínum störfum í hvívetna, komi fram við fólk af virðingu sem eftirlitsaðili heilbrigðisþjónustu í landinu, á því virðist alloft hafa verið misbrestur.

Mér sýnist liggja ljóst fyrir að í þessu tilfelli hafi embættið brugðist.

- Auglýsing-

Eins og ég hef skrifað áður um á þessum vettvangi er embætti Landlæknis ekki hafið yfir gangrýni en því miður virðist embættið ekki taka henni almennt vel. Alla vega eru viðbrögðin oftar en ekki enginn.

Ef þau svo eru einhver þá eru þau almennt frekar slæm og oftar en ekki gert heldur lítið úr henni.

Í DV í dag er sagt frá fyrrum heilbrigðisstarfsmanni sem smitaðist af lifrarbólgu C en fékk að vita af því fyrst rúmu ári eftir að smitið var greint.

Virðist sem mistök hafi átt sér stað og haft eftir sóttvarnarlækni að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafanna. Enn og aftur er embættið að bregðast við þegar skaðinn er skeður og satt best að segja gert heldur lítið úr málinu að mínu mat.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessari konu verður tekið í kerfinu ef hún ákveður að leita réttar síns vegna þessara meintu mistaka.

Heilbrigðisþjónusta er í eðli sínu viðkvæm þjónusta og óþarfi að gera fólk skelkað ef eitthvað bjátar á.

Það er samt þannig að það ég hygg að það sé verra að leyna almenning upplýsingum en að koma fram með staðreyndir á opin og heiðarlegan hátt.

Landlæknisembættið hefur oft fengið ákúrur vegna vinnubragða við mistakamál og eftir að hafa kynnst þeim málaflokki vel síðasta áratuginn eða svo virðist sú gangrýni eiga fullan rétt á sér.

- Auglýsing -

Embættið er umdeilt og sjálfsagt má finna margt í starfsemi embættisins sem vel er gert en ég er ekki frá því að kannski væri góð hugmynd hjá þeim að taka stefnu sína í almannatengslum til gagngerrar endurskoðunar.

Reykjavík 23. Júlí 2013

Björn Ófeigsson

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-