-Auglýsing-

Líf sjúklinga hugsanlega í hættu

Röntgen mynd af brjóskassaÖryggi sjúklinga er ógnað á Landspítalanum þar sem útlit er fyrir að uppsagnir geislafræðingar séu að  ganga eftir.

Sagt er frá því í Morgunblaðinu í dag að lífshættulegt ástand sé að skapast og þar segir meðal annars.

Þeir sjúklingar sem eru inniliggjandi á Landspítalanum og oftar en ekki veikastir þurfa einna mest á þjónustu geislafræðinga að halda. Mannslíf gætu því verið í hættu ef uppsagnir geislafræðinga verða að veruleika 1. ágúst næstkomandi. Þetta segir Maríanna Garðarsdóttir, sérfræðingur á myndgreinadeild Landspítalans og formaður Félags íslenskra röntgenlækna. Hún bendir á að félög á borð við Orkuhúsið og Domus Medica auk myndgreiningadeilda á Selfossi og Akranesi geti tekið við einhverjum af þeim sjúklingum sem ekki munu fá aðstoð á Landspítalanum ef uppsagnirnar taka gildi.

„Ég veit samt ekki með veikustu sjúklingana eins og t.d. gjörgæslusjúklinga sem eru fluttir sofandi í öndunarvél frá gjörgæslu og niður á röntgendeild, þeir verða ekkert fluttir á milli húsa til að fara í röntgenrannsóknir,“ segir Maríanna. „Það gleymist oft að inniliggjandi sjúklingar, sem eru veikastir, eru þeir sem þurfa mest á þessari þjónustu að halda,“ bætir hún við.

Morgunblaðið 23.07.2013

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-