-Auglýsing-

Kraftaverk í Lourdes staðfest

Maíu líkneski í Lourdes69 kraftaverkið í Lourdes staðfest – ítölsk kona læknast af háþrýstingi

Mikil flóð gengu fyrir nokkrum vikum yfir pílagríma- og helgistaðinn Lourdes við rætur Pyrenea-fjalla Frakklands þar sem kraftaverk hafa orðið fyrir tilstilli Maríu meyjar. Nú hafa katólskir embættismenn staðfest opinberlega 69. kraftaverkið tengt staðnum.

Ítölsk kona sem þjáðist af alvarlegum háþrýstingi læknaðist eftir heimsókn til Lourdes árið 1989, frá þessu skýrði katólskur embættismaður sunnudaginn 21. júlí

Maríu-stytta í helli í Lourdes

Giovanni Giudici, biskup í Pavia á Ítalíu, þar sem Danila Castelli býr viðurkenndi þetta atvik sem kraftaverk í síðasta mánuði en flóð á helgistaðnum í suð-vestur Frakklandi kom í veg fyrir að frá þessu yrði skýrt í Lourdes fyrr en núna.

„Þegar sagt var frá kraftaverkinu var tveggja metra vatnshæð hér og því ákváðum við að láta ekkert frá okkur heyra,“ sagði Joel Luzenko, talsmaður Lourdes, við AFP-fréttastofuna.

Cstelli var fædd í janúar 1946 en 34 ára tók hún að þjást af „ósjálfráðum og alvarlegum háþrýstingsköstum“, segir á vefsíðu Lourdes.

- Auglýsing-

Rannsóknir lækna sýndu ýmis alvarleg mein þar á meðal æxli. Oftar en einu sinni fór hún í skurðaðgerð en án árangurs.

„Í maí 1989 hélt hún til Lourdes og var böðuð þar í hinu helga vatni sem kveikti hjá henni mikla vellíðan,“ segir á vefsíðunni. Nokkrum mánuðum síðar tilkynnti hún augljósa lækningu sína til þess aðila í Lourdes sem skráir upplýsingar um lækningu.

Að loknum fimm fundum á árunum 1989 til 2010 komst skráningarskrifstofan í Lourdes að þessari niðurstöðu: „Frú Castelli læknaðist að fullu og öllu eftir að hún heimsótti Lourdes sem pílagrímur fyrir 21 ári af þeim kvilla sem hrjáði hana án þess að þar hafi aðgerðir lækna átt nokkurn hlut að máli.“

Málinu var skotið til alþjóðlegs læknaráðs Lourdes þar sem sitja um 20 læknar og staðfesti það að lækningu frú Castelli sé „ekki unnt að skýra með vísan til vísindalegrar þekkingar nú á tímum“.

Þá var komið að biskupnum í Pavia sem sagði lækninguna „dásamlegt kraftaverk“.

Á sjötta áratug 19. aldar varð fyrsta kraftaverkið í Lourdes. Kraftaverk 68 varð þegar ítölsk nunna sem hafði verið lömuð stóð á fætur eftir pílagrímsför til Lourdes árið 1965. Kraftaverkið á henni var opinberlega staðfest á síðasta ári.

Frá þessu yfirnáttúrulega kraftaverki er sagt á evrópuvktinni, evropuvaktin.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-