-Auglýsing-

Sjúkraflug bjargar mannslífum

Jón Óðinn WaageJón Óðinn Waage sem býr á Akureyri skrifaði pistil á Fésbókinni síðastliðinn laugardag um hvernig sjúkraflug og nálægð hans við Landspítalann bjargaði lífi nýfædds sonar hans sem fæddist með alvarlegan hjartagalla.

Þetta er mögnuð frásögn sem hefur farið á leifturhraða um netheima um helgina.

-Auglýsing-

Jón Óðinn gaf okkur leyfi til að birta pistilinn sinn og fylgir hann hér að neðan.

Þann 22. febrúar 1997 fæddist næstelsti sonur minn. Þegar hann var nokkurra klukkustunda gamall kom í ljós að hann var alvarlega veikur.

Hann hafði fæðst með hjartagalla sem var þannig að slagæðarnar til hjartans snéru öfugt, hjartað dældi því súrefnislausu blóði út í líkamann.

Ástæðan fyrir því að hann var ekki dáinn var sú að fósturæðin var enn opin, en hún hleypir blóðinu fram hjá lungunum meðan að börnin eru í móðurkviði.
Þessi æð lokast hinsvegar á fyrstu klukkustundunum eftir að barnið fæðist. Og æðin var að lokast svo þetta var mínútuspursmál.

- Auglýsing-

Flogið var með hann suður í sjúkraflugi með hraði, þegar að hann kom í anddyrið á Landsspítalanum lokaðist æðin.

Óhemju snjall læknir og aðstoðarfólk hans gerði aðgerð á syni mínum í anddyri sjúkrahússins, það var enginn tími til að koma barninu inn á skurðstofu.

Slanga var þrædd í gegnum naflastrenginn inn í hjartað og gat gert á milli hjartahólfanna þannig að súrefnisríkt blóð blandaðist við súrefnislaust blóð. Þetta var algjör neyðaraðgerð til að bjarga lífi hans.

Tveimur dögum seinna var flogið með son minn til London þar sem að hann gekkst undir flókna hjartaaðgerð sem að tókst vel og allt endaði vel.

Nú hefur borgarstjórn Reykjavíkur ákveðið að flugvöllurinn eigi að fara úr borginni.

Þetta fólk ætti að standa fyrir framan son minn og segja honum að börn sem að lenda i sömu stöðu og hann munu eftirleiðis deyja vegna þess að ekki mun vera tími til að koma þeim undir læknishendur.

Og þið sem að styðjið þessa ákvörðun, þið getið sleppt því að koma með hugmyndina um þyrlurnar, sú hugmynd gengur ekki upp.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-