-Auglýsing-

Kraftaverkastrákur færir Neistanum gjöf

Óskar og Finnbogi ÖrnKraftaverkastrákurinn Finnbogi Örn færir Neistanum, styrktarfélagi hjartaveikra barna gjöf í þakklætisskyni fyrir stuðningin í veikindum sínum en frá þessu er sagt á vef bb.is. 

Hlauparinn Óskar Jakobsson lauk átakinu Hlaupið heim þar sem hann hljóp frá Reykjavík til Ísafjarðar í júní og safnaði áheitum til styrktar kraftaverkastráknum Finnboga Erni Rúnarssyni úr Hnífsal sem hefur barist hetjulega í veikindum sínum.

Tilgangur hlaupsins er að vekja athygli á stöðu langveikra barna og foreldra þeirra og jafnframt að safna fé í styrktarsjóðinn Hlaupið heim en kveikjan að honum var einmitt Finnbogi Örn. Hann hefur gengið í gegnum miklar raunir á sinni stuttu ævi og hefur síðasta ár verið honum og fjölskyldu hans sérlega erfitt.

Finnbogi Örn fór í hjartaaðgerð til Svíðþjóðar í apríl fyrir  rúmu ári síðan þar sem gert var við hjartaloku. Viðgerðin gekk vel en aðgerðin tók mjög á Finnboga og var hann lengi að jafna sig.

Stóra áfallið reið svo yfir 1.desember s.l. en þá fékk Finnbogi Örn heilablóðfall. Hann lamaðist á hægri hlið líkamans, missti málið ofl. Rifa hafði komið á ósæð sem olli blóðtöppum,

Finnbogi var í lífshættu en áhættan við aðgerð var svo mikil að það var ekki reynandi. Finnbogi Örn lá á Barnaspítala Hringsins fram að jólum en þá virtist sem skemmdin á ósæðinni hafi lagast að einhverju leyti af sjálfu sér, sem telst í raun kraftaverk.

„Söfnunin gekk vonum framar og viljum við öll sem stóðum að átakinu þakka kærlega fyrir frábær viðbrögð. Áður en lagt var í hann sammæltumst við um að láta Neistann, félag hjartveikra barna njóta einhvers hluta fjárins.

- Auglýsing-

Á föstudaginn var afhentum við þeim styrk upp á kr 250 þúsund krónur. Neistinn reyndist Finnboga og fjölskyldu hans vel í veikindunum og fannst þeim gott að geta gefið til baka. Við vonum að styrkurinn eigi eftir að nýtast þeim vel,” segir Óskar.

Mynd af vef Víkari.is

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-