-Auglýsing-

Send heim af Læknavaktinni og fékk hjartaáfall um nóttina

MistökMistök eru staðreynd innan heilbrigðiskerfisins og DV heldur í dag áfram sláandi umfjöllun um læknamistök og eða atvik sem átt hafa sér stað innan heilbrigðisþjónustunnar.

Í dag er það enn og aftur Læknavaktin sem sem fær umfjöllun og ekki í fyrsta skipti. Af frásögnum undanfarið virðist ljóst vera að Læknavaktin í Kópavogi þarf að fara í naflaskoðun hvað varðar verkferla sína. Sýnt hefur verið fram á að fólk hefur látist eftir að hafa fengið þar ranga greiningu og verið sent heim, það fékk ekki að njóta vafans og það kostaði lífið.

„Hann sagði mér að hætta drekka kaffi og sendi mig heim. Um nóttina fékk ég hjartaáfall,“ segir Andrea Gunnarsdóttir um samskipti sín við lækni á Læknavaktinni í Kópavogi. Þangað fór hún eitt kvöld fyrir tæplega sjö árum, nánar tiltekið á fimmtugsafmælinu sínu, vegna þess að hún hafði haft mikla verki fyrir brjósti. Hún var hins vegar send strax heim og læknirinn sagði henni að hún hefði líklega bara drukkið of mikið kaffi og verkirnir stöfuðu af því.

Andrea var að undirbúa kvöldmatarboð þegar hún fann fyrir verkjum. „Ég man ég sagði við eldri son minn: „Ég held ég sé að fá hjartaáfall,“ segir hún. Andrea var lánsöm, hún lifði af.

Fyrir stuttu síðan fjallaði DV um mál Methúsalems Þórisson sem leitaði á Læknavaktina, var greindur með þreytu en dó úr hjartaáfalli tveim dögum síðar.

Það er ekki ný saga að fólk hafi áhyggjur af stöðu heilbrigðismála á Íslandi. Það er heldur ekki ný sannindi að mistök og óhöpp eiga sér stað og sum þeirra er erfitt að koma í veg fyrir.

- Auglýsing-

Það er hinsvegar virðist mér nokkuð ljóst að í það minnsta opinberlega hafa þeir aðilar sem hafa eftirlitsskyldu í þessum málum – þá á ég við Landlækni – hafa ekki frumkvæði að því að taka á þessum málum.

Öryggi sjúklinga er ábótavant hvað sem Landlæknir segir. Það sem verra er að þeir sem lenda í þessum atvikum og lifa af, lenda oft í margra ára baráttu við að ná fram rétti sínum og kerfið auðveldar þessu fólki ekki þá eyðimerkurgöngu.

Til eru frásagnir af ótal mörgum aðilum sem hafa eytt heilum áratug í það að ná fram viðurkenningu á mistökum innan kerfisins.

Landlæknir dregur lappirnar og málin ganga seint og illa þar í gegn og jafnvel dæmi um að mál hafi fyrnst í meðförum embættisins.

Landspítalinn hefur fylgt þeirri stefnu að semja ekki við fólk heldur verjast af fullri hörku og þegar þeir loksins eru dæmdir þá segja þeir ekki einu sinni fyrirgefðu hvorki við sitt fólk fyrir að láta það dragnast með þessi mál í áratug, hvað þá heldur þolendur.

Þetta er ekki vönduð stjórnsýsla en svo virðist sem flestum nema þeim sem í þessum hörmungum lenda standi á sama, allavega virðist kerfið ekki kippa sér upp við þetta, hvað þá að viðurkenna að mistök eigi sér stað.

Björn Ófeigsson

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-