-Auglýsing-

Næringarfræði nútímans hefur mistekist… hroðalega

GrænmetishjartaKristján Már Gunnarsson læknanemi og bloggari heldur úti vefsíðunni betrinaering.is og authorotynutrition.com. Kristján hefur sínar skoðanir á ráðleggingum lýðheilsu og næringafræðinga nútímans og hér gerir hann úttekt á þeirra leiðbeiningum.

Veistu að sumar af algengustu dánarorsökum nútímans voru mjög sjaldgæfar í gamla daga?

Áður fyrr dó fólk vegna barnsfara, sýkinga og slysa… .

Í dag deyja flestir vegna svokallaðra “velmegunarsjúkdóma”.

Meðal þeirra eru t.d. offita, sykursýki 2, hjarta- og æðasjúkdómar, sumar tegundir krabbameins og meira.

Það er nokkuð ljóst að eitthvað hefur breyst í umhverfinu, þar sem þessir velmegunarsjúkdómar eru frekar nýtilkomnir og erfðamengi mannsins þarf mun meiri tíma til að taka breytingum.

- Auglýsing-

Það merkilega er að hjá frumstæðum samfélögum sem nærast á náttúrulegu fæði þekkjast þessir sjúkdómar EKKI.

Í þessum samfélögum kann fólk ekki einu sinni að lesa, en líkamlega er það miklu heilbrigðara en Vesturlandabúar (123).

Eins og staðan er í dag virðist flest benda til þess að fæðið sem við borðum sé afgerandi áhrifavaldur varðandi þessa sjúkdóma.

Þegar frumstæðari samfélög byrja að borða vestrænt fæði verða einstaklingar þeirra veikari (4). Þegar veikt fólk á vestrænu fæði tekur upp náttúrulegra fæði verður það hraustara (56).

Þrátt fyrir þetta eru flestir næringarfræðingar og heilsustofnanir enn að ráðleggjaokkur að borða kolvetnaríkt nútímafæði þó aftur og aftur sé búið að sanna að það sé ekki að reynast okkur vel.

Ekki einungis það, heldur kenna þeir hefðbundnu fæði (eins og rauðu kjöti sem hefur fylgt okkur frá örófi alda) um þá velferðarsjúkdóma sem eru tiltölulega nýjir!

Úrelt stríð við fitu og hið fáránlega lágfitumataræði

Stríðið við fitu var (og er) hornsteinn vestrænna leiðbeininga um fæði.

Á sjöunda og áttunda áratugnum voru hjartasjúkdómar gríðarlegt vandamál í Bandaríkjunum sem og öðrum vestrænum löndum.

- Auglýsing -

Þar sem mettuð fita hækkar kólesteról lítillega komust nokkrir mikilsmetnir vísindamenn að þeirriniðurstöðu að fitan væri orsakavaldurinn.

Því var það þannig að árið 1977 voru gefnar út fyrstu opinberu leiðbeiningarnar um mataræði í Bandaríkjunum og var þar fólki ráðlagt að draga úr fitu en borða meiri ávexti, grænmeti og korn.

Vandinn var hins vegar sá að litlar rannsóknir lágu að baki þessum hugmyndum. Allir Bandaríkjamenn og í kjölfarið Vesturlandabúar urðu því þáttakendur í einni risastórri tilraun.

Bandaríski offitufaraldurinn hófst nánast á sama tíma og þessar fyrstu næringarleiðbeiningarnar voru gefnar út til almennings (7).

lágfituleiðbeiningar

Orsökuðu leiðbeiningarnar offitufaraldurinn? Við hreinlega vitum það ekki þar sem ekki er hægt að segja til um með fullri vissu að samsvörunin feli í sér orsakasamhengi. Það voru jú, ýmsir þættir í umhverfinu sem voru að breytast á þessum sama tíma.

Þær rannsóknir sem stuðst var við þegar “stríðið” gegn fitu hófst hafa verið hraktarmeð nýjum, betri rannsóknum. Mettuð fita er meinlaus (8910).

Lágfitumataræði hefur verið rannsakað ítarlega í viðamiklum, stýrðum rannsóknum. Rannsóknirnar sýna ALLAR sömu niðurstöðu… þetta mataræði virkar EKKI (1112,1314151617).

Það kemur ekki í veg fyrir hjartasjúkdóma, það hjálpar ekki við megrun (nema þegar hitaeiningar eru skertar verulega) og það kemur ekki í veg fyrir krabbamein.

Samt ráðleggja “sérfræðingar” og heilsustofnanir okkur ennþá að borða þetta fæði, jafnvel þó búið sé að hrekja með öllu þann vísindalega grunn sem ráðleggingarnar byggðust á og fjöldi rannsókna sanni að lágfitumataræði virkar ekki.

Lágfitumataræðið var byggt á kenningum. Kenningarnar voru prófaðar og þær virkuðu ekki. Punktur.

Gríðarlega stórir hagsmunahópar eru að verki

Í fullkomnum heimi væri fólkið sem setur fram næringarleiðbeiningar algjörlega hlutlaust.

Það myndi byggja vinnu sína á nýjustu og bestu vísindarannsóknum sem völ væri á og myndi ekki láta eigin skoðanir eða fjárhagslega hagsmuni hafa áhrif á niðurstöður sínar.

En… því miður búum við ekki í fullkomnum heimi.

Það eru verulegir hagsmunaárekstrar í gangi hjá stærstu málsvörum næringarfræðinnar og hinna risastóru fæðu- og lyfjafyrirtækja.

Þetta eru fyrirtækin sem græða á því að fólk sé háð ruslfæði og lyfjum.

  • The Academy of Nutrition and Dietetics – heimsins stærstu samtök næringarfræðinga, eru styrkt að verulegu leyti af fyrirtækjum eins og Coca Cola, Pepsico, Mars og Kellogg’s. Sjá hér.
  • Samtök sykursjúkra í Bandaríkjunum (The American Diabetes Association) ráðleggja sykursjúkum að borða hákolvetnafæði sem gerir þá háða sykursýkislyfjunum. Samtökin þiggja gríðarlegar fjárhæðir frá lyfjafyrirtækjum, 15 milljónir dollara árið 2011. Sjá hér.

Ef þú gefur þér smá tíma í að skoða heimasíður stærstu heilsustofnana í heimi, sérðu fljótlega að stærstu styrktaraðilar þeirra eru fyrirtæki af þessari gerð.

Ég er ekki að reyna að koma með samsæriskenningar eða neitt þvíumlíkt, þessar upplýsingar liggja fyrir á opinberum heimasíðum þessara stofnana.

Það liggur í augum uppi að fólkið sem segir okkur hvernig við eigum að veraheilbrigð eigi ekki að þiggja fé af fyrirtækjum sem græða á veikindum okkar.

Fjöldi vísindamanna hefur verulegar áhyggjur af þessum hagsmunaárekstrum og eru opinberlega að berjast gegn þeim.

“Sérfræðingarnir” og lýðheilsustofnanirnar neita að viðurkenna vísindalega þróun

Í upphaflegu næringarleiðbeiningunum var lögð áhersla á að við borðuðum minni mettaða fitu og kólesteról, minna salt og meiri grænmetisolíur, ávexti, grænmeti og korn.

Hljómar þetta kunnuglega?

Það hlýtur að vera… því nútímaleiðbeiningar eru nánast samhljóða. Þær hafa ekkert breyst.

Árið 1977 var næringarfræði nokkuð ný vísindagrein. Við vissum lítið um hvernig næringarefni hafa áhrif á líkamann og sjúkdóma.

Hins vegar er næringarfræði risastór fræðigrein í dag. Hún er kennd við nánast alla háskóla og það hafa farið fram gríðarlega margar gæðarannsóknir á næringu. Við vitum MIKIÐ MEIRA í dag en við gerðum fyrir 36 árum.

Samt hafa opinberar leiðbeiningar lítið tekið mið af allri þessari framþróun fræðigreinarinnar og hafa nánast ekkert breyst (18).

Til dæmis vitum við nú að mettuð fita er skaðlaus, minnkuð saltneysla skiptir engu, grænmetisolíur geta valdið skaða og að hægt er að forðast fjölda sjúkdóma með því að draga úr kolvetnaneyslu.

Ég hef oft velt fyrir mér hvers vegna “sérfræðingarnir” og þessar mikilsvirtu stofnanir viðurkenna ekki einfaldlega þessa framþróun næringarvísindanna.

Ég er farinn að komast á þá skoðun að það hafi eitthvað með það að gera að áhrifamestu vísindamenn á þessu sviði hafi náð frama sínum með því að halda fram gömlu kenningunum. Þeir geta ekki skipt um skoðun án þess að verða sér til minnkunar.

Kunningi minn sendi mér þessi ummæli í tölvupósti um daginn og mér finnst þau eiga nokkuð vel við hér…

“Nýjar, vísindalegar staðreyndir ná ekki kjölfestu með því að sannfæra andstæðingana og fá þá til að sjá ljósið, heldur frekar vegna þess að á endanum deyja andstæðingarnir og ný kynslóð vex upp sem er með nýju staðreyndirnar á hreinu.” – Max Planck

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-