-Auglýsing-

Segja að hjartalyf geti þurrkað út slæmar minningar

Hollenskir vísindamenn telja að algengt hjartalyf geti þurrkað út slæmar minningar. Þeir halda því fram að beta-blokkar, sem eru blóðþrýstingslækkandi lyf, geti hjálpað fólki sem hefur orðið fyrir miklu áfalli, og á af þeim sökum við andlega erfiðleika stríða.

Vísindamennirnir telja að lyfið geti breytt því hvernig minningar séu kallaðar fram. Þeir framkvæmdu tilraunina á 60 manns og birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu Nature Neuroscience.

Breskir vísindamenn setja hins vegar spurningamerki við það að verið sé að hafa áhrif á hugann með þessum hætti, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins.

Paul Farmer, framkvæmdastjóri samtakanna Mind, segist hafa áhyggjur af því hvernig vísindamenn beiti lyfjafræðilegum aðferðum til að takast á við ýmis andleg vandamál, s.s. fælni og kvíða.

- Auglýsing-

Hann segir að lyfið gæti jafnframt þurrkað út góðar minningar og varar við því að slíkar aðferðir geta flýtt áhrifum Alzheimer sjúkdómsins.

Rannsóknin gekk út á það að búa til vonda minningu með því að sýna sjálfboðaliðunum myndir af kóngulóm og gefa viðkomandi milt rafstuð.

Daginn eftir var sjálfboðaliðunum skipt í tvo hópa. Annar þeirra fékk hjartalyf á meðan hinn fékk gervilyf. Þetta var gert áður en sjálfboðaliðunum voru sýndar myndirnar af kóngulónum í á ný.

Vísindamennirnir mátu það hversu hræðilegar myndirnar voru í augum sjálfboðaliðanna, en þeir létu spila hljóð sem heyrðist skyndilega og á sama tíma mældu þeir hversu kröftuglega viðkomandi blikkaði augunum. 

- Auglýsing -

www.mbl.is 16.02.2009

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-