-Auglýsing-

Segir ávísanakerfi ýta undir oflækningar

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra var gagnrýndur á ráðstefnu Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu í gær er hann ræddi þar hugmyndir um svonefnt ávísanakerfi sem hann taldi varasamt.

„Ef peningarnir fylgja sjúklingi er sú hætta fyrir hendi að fjárvana stofnun reyni að finna eitthvað að fólki sem í reynd er heilt heilsu. En ég tek fram að ég hef mikla trú á heilbrigðisstarfsfólki og þar með læknum og vil ræða við þá sem heilbrigðisstarfsmenn, ekki sem bisnessfyrirtæki,“ segir Ögmundur við Morgunblaðið.

„Hann sagði hluti um lækna og hvernig þeir gætu farið að vinna ef gerðar yrðu ákveðnar kerfisbreytingar, sem mér fannst ósmekklegir,“ sagði Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands. „Ef búið væri til kerfi sem væri þannig að peningar fylgdu sjúklingnum til ákveðinna verka, og sjúklingurinn kæmi til að hitta lækni til að fá verkið framkvæmt, væri hætta á að læknirinn myndi gera það sem til væri ætlast með peningaframlaginu þó að hann fyndi ekkert að sjúklingnum.“

Birna var spurð um hættuna á oflækningum sem rætt er um erlendis. „Það er vel þekkt að til er menningarlegt fyrirbæri sem kallað er oflækningar. Í Bandaríkjunum er t.d. mikið um að fjarlægt sé leg úr konum sem hafa náð ákveðnum aldri en ekki þætti ástæða til slíkrar aðgerðar í öðrum löndum.

Ég skildi þetta svo að ráðherrann ætti við að tryggingakerfið úthlutaði peningunum en síðan sæi sjúklingurinn um að finna lækninn. Það særði siðferðiskennd mína að hann skyldi setja þetta svona upp, að læknar geri óþarfa aðgerðir á fólki,“ sagði Birna.

Heilbrigðisráðherra var spurður um þessa gagnrýni og svaraði að öll kerfi gætu snúist upp í andhverfu sína og ýtt undir oflækningar. „Við verðum að gæta þess að byggja ekki inn hvata í kerfin sem við síðan ráðum ekki við,“ sagði Ögmundur.

- Auglýsing-

Morgunblaðið 16.04.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-