-Auglýsing-

Rannsókn á öryggi sjúklinga

Fyrir skömmu veitti heilbrigðisráðherra Landlæknisembættinu gæðastyrk heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið veitti að þessu sinni tólf styrki á bilinu 150 til 400 þúsund krónur til að stuðla að umbótastarfi í heilbrigðisþjónustunni. Er þetta í áttunda sinn sem ráðuneytið veitir slíka gæðastyrki og hafa umsóknir aldrei verið fleiri, eða sextíu og sex.

Styrkirnir eru veittir í samræmi við stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum til ársins 2010. Tilgangur styrkveitinganna er að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og  auknum gæðum í  heilbrigðisþjónustunni, en þeir eru  fyrst og fremst hvatningar- og viðurkenningarstyrkir.

-Auglýsing-

Landlæknisembættið hlaut 400 þúsund króna styrk til þess að hrinda af stað rannsókninni Öryggi sjúklinga – tíðni óvæntra skaða á íslenskum sjúkrahúsum. Stuðst verður við rannsóknaráætlanir sambærilegra rannsókna erlendis. Rannsóknin getur gefið innsýn í  helstu orsakaþætti, tilurð og faraldsfræði óvæntra skaða, sem er skilyrði þess að unnt sé að efla umbótavinnu við að draga úr þeim.

Rannsakendur eru Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri gæða- og lýðheilsusviðs hjá Landlæknisembættinu, og Laura Sch. Thorsteinsson, verkefnisstjóri á gæða- og lýðheilsusviði. Samstarfsaðilar eru Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, og Leifur Bárðarson, yfirlæknir deildar gæðamála og innri endurskoðunar á Landspítala. Áætlað er að rannsóknin hefjist næsta haust.

Anna Björg Aradóttir
yfirhjúkrunarfræðingur

www.landlaeknir.is 15.04.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-