-Auglýsing-

Sakar heilbrigðisráðherra um rógburð

Framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands sakar Ögmund Jónasson heilbrigðisráðherra um rógburð í garð íslenskra lækna. Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir Ögmund hafa fullyrt á opinberum fundi að ef tekið væri upp ávísanakerfi í heilbrigðiskerfinu þar sem fjármagn fylgdi sjúklingum, að þá myndu læknar leita leiða til að ná því fé af sjúklingnum sem að sjúklingur hefði til ráðstöfunar.

„Þetta er ekki sett fram sem möguleg hætta, heldur sett fram sem aðalástæða þess að ekki er hægt að taka upp þetta kerfi,” segir Gunnar í samtali við fréttastofu. „Þarna sakar hann alla læknastéttina um það að þeir muni gera það sem þeir geta til að ná þessum peningum,” segir Gunnar ennfremur. Hann undrast að ráðherrann hafi ekkert talað um að það væri skortur á læknum mjög víða í kerfinu. „Þannig að það er ekki eins og læknar þurfi að vera að leita sér að verkefnum,” segir Gunnar, sem telur orð ráðherrans mjög gagnrýniverð. „Og það er allt annað mál hvort hann vill taka þetta upp í umræðunni um þetta kerfi, að þetta geti verið ein þáttur sem geti hugsanlega valdið mönnum áhyggjum. En þá eiga menn bara að taka á því ef slík tilvik koma upp en ekki slengja þessu fram með þessum hætti,” segir Gunnar.

-Auglýsing-

Gunnar segir að læknar hafi ólíkar skoðanir á því hvort taka eigi upp svokallað ávísanakerfi, „Það er ekki hægt að segja að það sé endilega ein skoðun á því. Menn sjá bæði galla og kosti við þetta kerfi og læknar eru alveg til í að ræða þá,” segir Gunnar.

www.visir.is 17.04.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-