-Auglýsing-

19 milljarða ávinningur að sameina Landspítala

Milljarða ávinningur er af því að sameina Landspítalann samkvæmt nýrri úttekt sem Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, kynnti í hádeginu. Sérfræðingar norsku hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækjanna Momentum Arkitekter AS og Hospitalitet AS telja að ávinningurinn af því að sameina rekstur Landspítala vera um 19 milljarða króna á núvirði til næstu 40 ára. Mun dýrara sé fyrir íslenskt samfélag að reka Landspítalann áfram við núverandi aðstæður í Fossvogi og við Hringbraut en að sameina reksturinn.
Hagkvæmast sé að byggja við núverandi Landspítala við Hringbraut í fyrsta áfanga og nýta áfram flest hús sem fyrir eru á lóðinni. Þá telja sérfræðingarnir unnt að áfangaskipta verkefninu í heild þannig að viðráðanlegra verði að hrinda því í framkvæmd og spara 6% í rekstri
spítalans strax að loknum fyrsta áfanga, sem svarar til ríflega tveggja milljarða króna á ári.
Til viðbótar efnahagslegu rökum sérfræðinganna telja þeir að Landspítalinn búi við úr sér genginn húsakost með tilheyrandi erfiðleikum og óhagræði í daglegri starfsemi og minna öryggi fyrir sjúklinga en unnt er að una við. Aðstæður fyrir sjúklinga og starfsfólk standist ekki nútímakröfur.
 
Verkefni norsku sérfræðinganna
Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítala, óskaði eftir því að norsku hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækin, sem hún þekkir vel til úr fyrra starfi sínu sem sjúkrahúsforstjóri í Osló, yrðu ráðin til þess að fara yfir núverandi áætlanir og hönnunarforsendur vegna nýs Landspítala og skila skýrslu um niðurstöður sínar. Hún fól sérfræðingunum að
• meta fyrirliggjandi áform um nýtt sjúkrahús, einkum í ljósi efnahagsástandsins á Íslandi.
• kanna hvort unnt væri að áfangaskipta framkvæmdum svo greiða mætti fyrir pólitískri ákvörðun um framhaldið.
• komast í botns í því hvað myndi kosta íslenskt samfélag að „gera ekkert“, þ.e. láta kyrrt liggja og búa áfram við núverandi aðstæður í rekstri Landspítala.
… og meginniðurstöður þeirra
1. Það er miklu dýrara að „gera ekkert“ en að ráðast í framkvæmdir.
2. Undirbúningsvinnan hingað til fær góða umsögn og staðfest er sú forsenda verkefnisins að miklir fjármunir sparist í
rekstri með því að leggja af starfsemina í Fossvogi og sameina spítalareksturinn við Hringbraut.
3. Sameining er því forgangsmál og unnt er að áfangaskipta verkefninu þannig að hagkvæmni hennar skili sér strax.
4. Æskilegt er að hanna tilteknar byggingar með sveigjanleika í huga varðandi rekstur og fyrirkomulag þegar horft er til lengri framtíðar.
Kostnaðurinn sem fylgir því að „gera ekkert“
• Áætlað er viðhald bygginga, nauðsynlegar endurbætur húsnæðis og tækjakaup kosti um 30 milljarða króna á núvirði næstu fjóra áratugina, auk áframhaldandi rekstraróhagræðis sem metið er á yfir tvo milljarða króna á ári.
• Landspítalinn neitar sér um hagræðingu og sparnað sem sameining rekstrar skilar.
• Hvorki starfsaðstæður né faglegt umhverfi eru í takt við tímann. Ef að líkum lætur heyrast innan tíðar sífellt háværari kröfur frá sjúklingum, aðstandendum og starfsmönnum um að Landspítala verði sköpuð skilyrði og aðstæður sem hæfa þjóðarsjúkrahúsi í fremstu röð.

www.visir.is 21.04.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-