-Auglýsing-

Sænska gæðaskráningin hefur vakið heimsathygli

SVÍAR hafa verið framarlega í staðlaðri gæðaskráningu í heilbrigðiskerfinu og halda úti fjölmörgum gæðaskrám í samvinnu sjúkrahúsa, háskóla og heilbrigðisyfirvalda. Langflest sænsk sjúkrahús skrá upplýsingar í þær enda gera yfirvöld kröfu um lágmarksskráningu við gerð þjónustusamninga og fjármögnun sjúkrastofnana. Uppsalaháskóli, Akademiska sjúkrahúsið í Uppsölum og sænsk heilbrigðisyfirvöld hafa samvinnu um slíkar gæðaskrár í stofnun sem nefnist Uppsala Clinical Research Center (UCR). Nokkrar þeirra tengjast sjúkdómum í hjarta- og æðakerfi og ein þeirra er um kransæðaþræðingar og víkkanir og kallast hún SCAAR. Í hana færa öll sænsk sjúkrahús sem stunda kransæðaþræðingar og víkkanir upplýsingar um aðgerðirnar.

Með birtingu á niðurstöðum úr þessari yfirgripsmiklu skráningu hefur SCAAR vakið heimsathygli í umræðum um nýjungar í hjartalækningum og árangur þeirra, að sögn Þórarins Guðnasonar sérfræðings á LSH. Skráningin í SCAAR gefur t.d. möguleika á eftirfylgni varðandi langtímaárangur stoðneta við kransæðavíkkanir. Bandaríska lyfjastofnunin kallaði nýverið forsvarsmenn SCAAR til ráðgjafar um notkun stoðneta með hliðsjón af niðurstöðum gæðaskráningarinnar. Þá hafa greinar með niðurstöðum úr SCAAR einnig birst í virtustu læknatímaritum, t.d. New England Journal of Medicine.

Morgunblaðið 2.12.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-