-Auglýsing-

Árangur hjartaþræðinga sambærilegur og í Svíþjóð

FRAMKVÆMD og árangur hjartaþræðinga og kransæðavíkkana hér á landi er sambærilegur við það sem gerist á sjúkrahúsum í Svíþjóð. Þá er tíðni fylgikvilla svipuð í þessum tveimur löndum. Slíkur samanburður er nú í fyrsta sinn mögulegur því í upphafi árs hófst skráning í sænska gæðaskrá – SCAAR (Swedish Coronary Angiography and Angioplasty Registry) á kransæðaþræðingum og kransæðavíkkunum á Landspítala. Hjartalæknar á spítalanum geta nú fylgst með meðferð og árangri og borið saman við sjúkrahús í Svíþjóð samdægurs.

Gæðaskráin er hluti af rafrænni sjúkraskrá Landspítalans og er með þessu brotið blað í þróun hennar, segir Þórarinn Guðnason, hjartasérfræðingur á Landspítala sem jafnframt er ábyrgðarlæknir SCAAR-gæðaskrárinnar á Íslandi.

 Í hana færa öll sænsk sjúkrahús, sem stunda kransæðaþræðingar og víkkanir, upplýsingar um aðgerðir. Þar eru m.a. skráðar upplýsingar um aðferðir, tækni, lyf og árangur. Gagnagrunnur SCAAR hefur vakið heimsathygli og er Landspítali fyrsta erlenda sjúkrahúsið til að skrá upplýsingar um hjartasjúkdóma í kerfið.

 Auka gæðaeftirlit
„Samstarfið veitir mikla möguleika til gæðaeftirlits en einnig vísindarannsókna,“ segir Þórarinn. „Jafnframt hefur skráningin sýnt fram á þætti sem má bæta og því gefið upplýsingar sem unnt er að nýta til að bæta þjónustu við hjartasjúklinga á Íslandi.“

Í tíu mánaða uppgjöri Landspítala kom nýverið fram að hlutfallslega fleiri sjúklingar eru þræddir á Íslandi en í Svíþjóð. Þórarinn bendir á að mikill munur sé milli Suður- og Norður-Svíþjóðar og þræðingafjöldinn hér á landi sé sambærilegur við suðurhluta Svíþjóðar. Tæplega þriðjungur (29%) sjúklinganna sem þræddur er í báðum löndum er með annaðhvort vægan kransæðasjúkdóm eða eðlilegar kransæðar. Íslensku sjúklingarnir sem hafa kransæðaþrengsli eru þó að meðaltali með alvarlegri sjúkdóm en þeir sænsku, því fleiri sjúklingar hér á landi eru með þriggja æða sjúkdóm eða höfuðstofnsþrengsli sem eru alvarlegustu form kransæðasjúkdóms. „Þetta bendir ótvírætt til að ekki sé verið að hjartaþræða sjúklinga á Íslandi að óþörfu, þrátt fyrir aukningu þræðinga á síðustu árum,“ segir Þórarinn.

Heldur meiri skuggaefnisnotkun er á Landspítala en í Svíþjóð á hverja þræðingu en geislunartími er sambærilegur. Þórarinn segir að sennilegasta skýringin sé að hjartaþræðingatæki Landspítala séu orðin gömul og því þörf á meira skuggaefni til að ná viðunandi myndum. „Nú er í undirbúningi að kaupa ný þræðingatæki á Landspítala og með nýrri tækni má vonandi minnka skuggaefnisnotkun og minnka hættu á fylgikvillum,“ segir Þórarinn. „Því er brýnt að af þessari endurnýjun verði sem fyrst.“

- Auglýsing-

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur

sunna@mbl.is

Morgunblaðið 2.12.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-