-Auglýsing-

Röng greining sjúkdóma

Heilbrigðiskerfið á Íslandi er mörgum kostum gætt og stenst ekki síst kröfur þegar mikið liggur við. Á því eru engu að síður brotalamir og dæmi um það var dregið fram í umfjöllun um rannsókn Kristínar Sólveigar Bjarnadóttur, hjúkrunarfræðings hjá Heimahlynningu á Akureyri, á reynslu og lífsgæðum fólks með banvæna sjúkdóma í Morgunblaðinu í gær.

Í rannsókn sinni fann Kristín Sólveig dæmi um ranga greiningu á sjúkdómum. „Ég er ofsalega reið yfir því að þetta skuli aldrei hafa verið athugað,“ sagði fertug kona, sem var með hnút í brjósti, sem talinn var góðkynja, en reyndist hrattvaxandi krabbamein. Þegar það loks greindist hafði það dreift sér. „Ég leitaði til læknis aftur og aftur.“

„Hvernig stendur á því að ég gat gengið svona lengi með þennan sjúkdóm án þess að hann greindist?“ spyr karlmaður, sem hafði í nokkur ár leitað til lækna áður en hann greindist með útbreitt krabbamein.

Vitaskuld er reglan sú þegar fólk leitar til læknis að taka enga áhættu og gera frekar fleiri rannsóknir en færri. Hörmulegt er þegar það bregst og markmiðið er að það gerist ekki.

Það þarf líka að bregðast rétt við þegar mistök eiga sér stað í greiningu. Þeir, sem verða fyrir slíku, fyllast óhjákvæmilega tortryggni í garð heilbrigðiskerfisins. Heilbrigðiskerfið þarf að kunna að bregðast við þegar slíkt gerist. Þá á kerfið ekki að fara í vörn, það á að sýna auðmýkt.

Kristín Ólöf sendi landlækni erindi fyrir tæpu ári og spurði hvort hægt væri að bregðast við kærum eða kvörtunum dauðvona sjúklinga með öðrum hætti en nú er gert. Hún hefur enn ekki fengið svar. Eftir hverju skyldi landlæknir vera að bíða?

Ritstjórnarpistill í Morgunblaðinu 02.03.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-