-Auglýsing-

Landlæknir segir að sækja eigi féð í skattaskjólunum

Ástæða er til þess að ná í þá peninga sem komið hefur verið fyrir á Cayman-eyjum eða í öðrum skattaskjólum, að mati Matthíasar Halldórssonar landlæknis. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn á fundi Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar nú í vikunni um hvað hægt væri að gera til þess að draga úr áfallastreitunni af völdum bankahrunsins.

„Hugmyndin er ekki mín en þetta er að mínu mati sjónarmið sem á rétt á sér. Niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu verður einnig minni verði náð í peningana,“ bendir hann á.

Þurfum réttlæti
Landlæknir segir marga lækna líkja bankahruninu við áfall sem valdi áfallastreitu, eins og hann segir það heita á fínu máli. „Besta lækningin við áfallastreitu af mannavöldum er oft að komast að því hverjir bera ábyrgð og hvernig hægt er að bæta skaðann. Læknar hafa bent á að við þurfum að fá réttlæti og að það sé hollt fyrir geðheilsu fólks. Einn þeirra, Andrés Magnússon geðlæknir, vísaði til mæðranna í Chile í þessu sambandi sem fóru illa þegar þeir sem stóðu fyrir pyntingum á sonum þeirra voru ekki látnir sæta ábyrgð þegar ný stjórn var tekin við,“ greinir landlæknir frá.

Mótmæli heilsusamleg
Hann segir minnkað traust á þjóðfélaginu slæmt fyrir heilsu fólks. „Rannsóknir hafa leitt í ljós að þar sem traust á þjóðfélaginu og innviðum þess er gott og þátttaka í hvers kyns félagsstarfi góð sé heilsan jafnframt góð. Jafnvel mótmæli fyrir utan Alþingishúsið geta verið jákvæð fyrir heilsu fólks. Það tekur þátt og fær útrás. Það er ekki bara þolendur sem valtað er yfir.“

www.mbl.is 28.02.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-