-Auglýsing-

Kvörtunum vegna einkastofa fjölgar

Alls bárust 282 kvartanir til landlæknis í fyrra en þær voru 274 árið 2007. Líkt og fyrri ár var oftast kvartað undan rangri eða ófullnægjandi meðferð, að því er segir í fréttabréfi landlæknis.

Enginn heilbrigðisstarfsmaður var sviptur starfsleyfi í fyrra en fjórum var veitt lögformleg áminning. Aðfinnslur frá landlækni voru 21 og ábending var úrskurðuð í 38 tilvikum. Í 127 málum (61%) þótti ekki ástæða til aðgerða.

-Auglýsing-

Hnökrar og alvarleg mistök
Málin sem kvartanirnar snúast um eru misjafnlega umfangsmikil og alvarleg, allt frá hnökrum í samskiptum til alvarlegra mistaka.

 Bent er á að kvörtun eða kæra sé ekki skráð sem slík nema hún gefi tilefni til athugunar af hálfu landlæknisembættisins.

Erindi eru að jafnaði ekki skráð ef hægt er að leysa þau gegnum síma eða með leiðbeiningum til viðkomandi um hvert skuli snúa sér varðandi álitamál. Faglegt álit landlæknis er veitt sjúklingum endurgjaldslaust.

Borið saman við árið 2007 hefur kvörtunum á hendur Landspítala fækkað úr 90 í 73 en þeim hefur á hinn bóginn fjölgað á hendur einkastofum, úr 50 í 71, að því er segir í fréttabréfinu.

- Auglýsing-

Flestar kvartanir á hendur Landspítala beindust að stóru klínísku deildunum, þ.e. skurðlækningadeild, bráða- og slysalækningadeild, geðdeild og lyflækningadeild. Kvörtunum á hendur bráða- og slysalækningadeild fækkaði reyndar á milli ára.

Flestar gegn heimilislæknum
Í fréttabréfi landlæknis segir jafnframt að sé litið á kvartanir eftir sérgreinum, óháð því hvort um hafi verið að ræða tilvik á stofnun, einkastofu eða annars staðar, hafi þær flestar beinst að heimilislækningum enda séu flest samskipti í heilbrigðisþjónustu við heimilislækna.

 

Næstflestar kvartanir beindust að geðlækningum, þá lyflækningum og loks bráða- og slysalækningum.

www.mbl.is 28.02.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-