-Auglýsing-

Reykingar auka líkur á ristruflunum

Eftir því sem karlmenn reykja fleiri sígarettur þeim mun meiri líkur eru á ristruflunum.

Enn hallar á reykingamenn. Ekki nóg með að þeir fái krabbamein og þeim hafi verið úthýst af flestum opinberum stöðum þá er búið að sýna fram á það að reykingar valda ristruflunum hjá karlmönnum.
Þetta er niðurstaða bandarísks rannsóknarteymis sem kannaði tengsl reykinga og ristruflana í kínverskum karlmönnum. Þeir sem reyktu voru gjarnari á að upplifa ristruflanir og þeir sem reyktu mikið voru enn gjarnari að upplifa þá pínu og kvöl sem fylgir því er litli tindátinn vill ekki setja upp byssustinginn.

Hjá þeim sem þjást af sykursýki voru tengsl reykinga og ristruflana enn skýrari en allt að 23 prósent tilvika ristruflana mátti rekja til reykinga.

Fréttablaðið 31.07.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-