-Auglýsing-

Hættuleg sykursýkilyf?

NÝ rannsókn hefur leitt í ljós að tvenns konar lyf við sykursýki tvöfalda áhættuna á hjartasjúkdómum. Lyfin rosiglitasón og píoglitasón (Avandia eða Actos) eru notuð við tegund II af sykursýki en hún er algengari hjá eldra fólki og er insúlínóháð.
78.000 manns tóku þátt í rannsókninni en samkvæmt henni mun einn sjúklingur af 50 sem tekur þessi lyf fá hjartasjúkdóm á innan við 26 mánuðum. Lyfjaframleiðandinn hafði varað við lyfjunum frá byrjun fyrir þá sjúklinga sem ættu á hættu að fá hjartasjúkdóma en rannsóknin bendir til að engu máli skipti hvort fólk sé í áhættuhópi eða ekki við töku lyfsins.

Arna Guðmundsdóttir, sykursýkilæknir á LSH, segir lyfin bæði notuð hér á landi. Hún segir bandaríska lyfjaeftirlitið ekki hafa tekið lyfið af markaði enda þyki rannsóknin ekki trúverðug. Hún hafi valdið miklu fjaðrafoki þegar hún kom fyrst út en hafi svo legið undir háværri gagnrýni þegar betur var að gáð. Arna segir helstu galla rannsóknarinnar vera þá að hún hafi verið afturvirk en ekki framvirk og að hún hafi í raun verið samansett af yfir 20 litlum rannsóknum sem í raun snerust ekki nákvæmlega um þetta efni.

Morgunblaðið 28.07.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-