-Auglýsing-

Reiðiköst geta orsakað hjartaáfall

ReiðiÞað getur verið lífshættulegt að reiðast oft og líkurnar á hjarta og heilaáfalli aukast eftir því sem við missum oftar stjórn á skapi okkar. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri rannsókn vísindamanna við Harvard-háskóla og sagt var frá á BBC.

Einstaklingar sem reiðast eru í fimmfalt meiri hættu á að fá hjartaáfall og þrefalt meiri hættu á að fá heilablóðfall í allt að tvær klukkustundir eftir reiðikastið.

-Auglýsing-

Rannsóknin náði til þúsunda bandaríkjamanna og leiddi í ljós að fimm reiðiköst á dag myndu fjölga hjartaáföllum um tæplega 160 á hverja tíu þúsund íbúa sem eru í lítilli áhættu vaðrandi hjarta og æðasjúkdóma.

Hinsvegar myndi aukningin vera um 657 fleiri hjartaáföll á hverja tíuþúsund íbúa sem eru með marga áhættuþætti hjarta og æðasjúkdóma, samkvæmt útreikningum vísindamannanna.

Á vef BBC er rætt við Doktor Elisabeth Mostofsky, sem fer fyrir rannsókninni. Hún segir að áhættan sé ekki sérlega mikil ef einstaklingum rennur í skap öðru hvoru, en hættan á hjartaáfalli aukist verulega eftir því sem viðkomandi einstaklingur reiðist oftar.

Hún segir ekki enn ljóst hvað það sé við reiðina sem sé svona hættulegt. Það sé tilefni frekari rannsókna og að niðurstöðurnar þýði ekki endilega að reiði orsaki hjarta eða blóðrásarvandamál.

- Auglýsing-

Það er þekkt að streita hefur áhrif á hjartað, að hluta til vegna þess að blóðþrýstingur hækkar en einnig vegna þess að sumir takast á við streituna á óheilbrigðan hátt –með reykingum eða of mikilli áfengisdrykkju, svo dæmi séu tekin.

Þá er mælt með því að fólk sem upplifir tíð reiðiköst leiti aðstoðar sérfræðinga við að ná tökum á ástandinu.

Þangað til er hinsvegar gott að reyna að sýna jafnaðargeð, í það minnsta fyrir þá sem eru með undirliggjandi hjarta og æðasjúkdóm.

Björn Ófeigs
bjorn@hjartalif.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-