-Auglýsing-

Fjölgar á Hjartagátt á sprengidaginn

SprengidagurÁ  undanförnum árum hefur þeim fjölgað semleita á Hjartagátt Landspítalans. Mikið saltaður matur eins og borðaður er á sprengidag sem og um jól og hátíðir getur verið varasamur fyrir þá sem eru veikir fyrir. Hætt er við vaxandi hjartabilun segir Karl Andersen Yfirlæknir.

Mikil saltneysla stuðlar að vökvasöfnun sem leiðir til bjúgs. Við þetta safnast vatn í lungu og kallar fram mæði. Karl segir þá sem lenda á Hjartagáttinni vegna þessa hafa farið yfir strikið. Þeir eigi að vita betur enda sé það oft fólk sem þegar er á vatnslosandi og þvagræsandi lyfjum.

Íslendingar, eins og aðir vesturlandabúar borða of mikið salt allt árið. Of mikil saltneysla sé ekki aðeins bundin við daga eins og sprengidag. Dagneysla salts sé á milli 8 til 10 grömm að meðaltali en þyrfti að vera á milli 4 og 5 grömm. Karl segir 75 prósent saltsins koma úr unnum matvælum en 25 prósent úr saltstauknum heima hjá fólki. „Stóri vandinn er matvælaframleiðslan. Ef allir keyptu hrávöru og elduðu heima, eins og fisk og kjöt þá myndi saltneyslan minnka mikið.“ Hann segir mikilvægt að draga úr saltneyslu sem veldur hækkuðum blóðþrýstingi. Hár blóðþrýstingur eykur hættu á hjarta- og heilaáföllum.

Karl segir matvælaframleiðendur stillta inn á saltnotkun sem eykur bragð og sölu. Vegna þessa neyti fólk mikils salts án þess að vilja það.

Mynd / http://www.icelandicroots.com/

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-