-Auglýsing-

Helmingur þeirra sem fær hjarta eða heilablóðfall, nær ekki að viðhalda heilsusamlegri lífstíl, eða breytir honum ekki yfirhöfuð

GöngutúrÞrátt fyrir að heilsusamlegur lífsstíll og hreyfing minnki áhættuna á hjartaáfalli, þá virðist fólk sem hefur nú þegar fengið hjartaáfall eða heilablóðfall ekki endilega breyta lífsháttum sínum til að minnka líkurnar á öðru slíku. Þetta sýnir rafræn könnun sem gerð var í Kanada.

Rafræn könnun var gerð fyrir Hjarta og Heilaáfalls-samtökin í Kanada sem spurði út í upplifun og reynslu fólks af hjartaáfalli eða heilablóðfalli. Könnunin sem gerð var í Kanada náði til 2010 einstaklinga sem höfðu fengið hjartaáfall eða heilablóðfall, og einstaklinga sem áttu nákominn ættingja eða vin sem hafði lifað af hjartaáfall eða heilablóðfall. Könnunin fór fram milli 25. nóvember og 3. desember árið 2013.

Niðurstöður könnunarinnar sýndu að meira en helmingur þátttakenda sem hefðu þurft að breyta lífstíl sínum í heilbrigðari átt í kjölfar hjarta eða heilablóðfalls náðu ekki að láta breytingarnar endast, eða reyndu ekki að breyta lífstílnum til að byrja með. Með heilbrigðum lífstílsbreytingum er átt við aukna hreyfingu og heilsusamlegra mataræði sem geta minnkað líkurnar á öðru áfalli.

Dr. Beth Abramson rannsakandi og hjartasérfræðingur í Toronto segir að vandamálið sé að fólk sem hefur fengið hjartaáfall og er þar af leiðandi í meiri hættu á að fá annað, er ekki að gera þær lífstílsbreytingar sem það þarf til að minnka hættuna.

Sex af hverju 10 sem svöruðu sögðu að það að lifa af væri í raun eins og annað tækifæri, en um það bil sama hlutfall sagðist lifa „örlítið heilbrigðara lífi“ í kjölfar heilablóðfalls eða hjartaáfalls.

Dr. Abramson segir að þó að hræðslan sem fólk upplifir stuttu eftir áfallið leiði til bætts lífsstíls, þá geta þessar breytingar minnkað með tímanum þegar áfallið fjarlægist í tíma. Þá er atburðurinn ekki eins skýr í minni og um 7 til 10 árum seinna getur verið að fólk muni ekki eins vel hvers vegna það er mikilvægt t.d. að taka lyfin sín og lifa heilbrigðu lífi. Fólk á það til að hugsa ekki um það sem er ekki í augsýn.

- Auglýsing-

Nær allir þátttakendur í könnuninni sögðu að stuðningur fjölskyldu og vina væri mikilvægur og hjálpaði mikið.

Dr. Abramson segir að þessi könnun sé gagnleg til að minna þá sem hafa lifað af hjartaáfall eða heilablófall á mikilvægi heilsusamlegs lífsstíls og minna sérfræðinga á að fylgjast með því að skjólstæðingar geri breytingar til batnaðar til þess að þeir endi ekki aftur á spítala.

Endursagt úr frétt af The Globe and Mail.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-