-Auglýsing-

Matarkúrar þýða ekki endilega heilbrigði

Whole foodGabby Lester-Coll skrifar pistla á MindBodyGreen og hefur mikinn áhuga á heilsu og mataræði auk þess sem hún rekur fyrirtæki í New York sem sérhæfir sig í að færa New York búum lífrænan mat, er með gráðu í jóga og útlærður heilsuþjálfari. Hún hefur áhyggjur af því að matarkúrar rugli fólk.

Hún hefur gert nokkrar tilraunir með mataræði sitt og prófað sitt af hverju. Coll óttast að allir þessir kúrar og allt þetta sérstaka mataræði sem stendur fólki til boða í dag geti ruglað fólk í ríminu og gert það óheilbrigðara en það var áður.

„Þegar ég varð „vegan“ fann ég fyrir jákvæðum breytingum í líkama mínum, ég komst í kjörþyngd, húð mín ljómaði og ég fann fyrir aukinni orku,“ útskýrir Coll í pistli á MindBodyGreen. „En með tímanum datt orkan aftur niður í sitt sama far. Mér var farið að líða illa með þetta takmarkaða mataræði mitt og ég var byrjuð að narta meira en ég hafði gert áður fyrr,“

Ég byrjaði að finna fyrir mikilli þörf fyrir prótein og fitu og reyndi að metta þörfina með eftirlíkingum í formi grænmetisborgara, kjötlausum kjötbollum o.s.frv. segir Coll sem gaf fljótlega „vegan-lífsstílinn“ upp á bátinn.

Coll taldi að þessi „vegan“ stimpill myndi sjálfkrafa gera hana að heilbrigðari manneskju en hún skipti fljótt um skoðun. „Af hverju fannst mér ég verða heilbrigðari þegar ég kallaði mig „vegan“? Þeir sem eru „vegan“ geta hakkað í sig Oreo kex, franskar og unnar gervikjötvörur. Og á sama tíma geta þeir sem eru á Paleo-mataræði fengið sér feitt kjöt og sósur.“

Coll bendir á að hún sé ekki að tala um að þeir sem setji einhvern stimpil á mataræði sitt geti ekki lifað heilsusamlega. Coll vill aðeins benda á að þeir sem setji stimpil á mataræði sitt verði einfaldlega ekki heilsusamlegri fyrir vikið.

- Auglýsing-

Hvað gerir okkur heilbrigð?

Samkvæmt því sem Coll segir eru lífræn óunnin matvæli (whole foods) full af öllum sínum bestu eiginleikum, trefjum og heilsusamlegum næringarefnum án nokkurrar viðbættrar fitu, sykurs eða salts.

Þetta er fullkomin matur fyrir líkama okkar og sem uppspretta næringarefna til að viðhalda úthaldi og styrk og atorku. Með því að neyta þessa fjölbreytta mataræðis sem lífræn óunnin matvæli eru, færðu ekki bara öll næringarefni með náttúrlegum hætti. Þú ert einnig að fylla líkama þinn af næringarefnum sem ekki finnast eða hafa verið fjarlægð í unnum matvælum.

Með þessu þá forðast þú einnig hættuleg aukaefni sem valda aukaverkunum eins og fæðu ofnæmis, þyngdaraukningu og minnkaðri hæfni okkar til upptöku næringarefna og vítamína.

Fyrir suma ætti lítilræði af mjólkurvörum ekki að koma að sök fyrir flesta en sumir þola þær illa. Hjá sumum koma þær af stað óheilbrigðri óslökkvandi löngun. Sumir geta ekki komið nálægt gluteni á meðan aðrir finna ekki fyrir því og njóta þess.

Það hvað þú borðar aðallega ræður því hvernig heilsa þín er, þannig að fylltu mataræðið þitt af alvöru fjölbreyttum hreinum (lífrænum) mat, grænmeti og ávöxtum.

Mikilvægt er að hver og einn finni það sem hentar, því við erum ólík og ekki víst að við þolum öll það sama. Finndu mat sem elskar þig jafn mikið og þú elskar hann.

Aðalatriðið er að vera sem næst náttúrunni og ALLTAF að velja alvöru mat.

- Auglýsing -

„Heilbrigður líkami og heilbrigð sál eru mikilvægari heldur en einhver mataræðisstimpill.“ Segir Coll.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-