-Auglýsing-

Kjúklingalifrarmousse með rauðlaukssultu

kjuklingalifrarmousse-med-raudlaukssultu-28-feb-2014Kjúklingalifrarmousse með rauðlaukssultu er það sem Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari býður upp á í forrétt að þessu sinni og geri ég ráð fyrir því að þar sé á ferðinni réttur sem gæli við bragðlaukana. Einnig minni ég á uppskriftavef Holta þar sem allir geta fundið eitthvað girnilegt við sitt hæfi fyrir helgina. 

Forréttur fyrir 8-10

-Auglýsing-
 • 550 g kjúklingalifur
 • 1 dl púrtvín
 • ½ dl brandí
 • 1 laukur, smátt saxaður
 • 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 • 1 ½ tsk. timjan
 • 1 ½ tsk. marjoram
 • 2 tsk. nítrítsalt eða venjulegt salt
 • 1 tsk. pipar
 • 450 g smjör

Setjið allt nema smjör í eldfast mót og breiðið álpappír yfir. Geymið í kæli í fjórar klukkustundir. Setjið mótið í 150°C heitan ofn í 30-40 mín. eða þar til lifrin er elduð í gegn. Setjið þá allt úr eldfasta mótinu í matvinnsluvél ásamt smjörinu og maukið vel. Færið maukið í fallegt form og kælið.

Berið fram með rauðlaukssultu, ristuðu brauði og salati.

Rauðlaukssulta

 • 3 rauðlaukar, skornir í sneiðar
 • 2 msk. olía
 • 1 tsk. timjan
 • 2 lárviðarlauf
 • 5 msk. sykur
 • 4 msk. balsamedik
 • Salt og pipar
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-