-Auglýsing-

Rauðvín fyrir hjartað?

Rannsóknir hafa leitt í ljós að hófleg drykkja rauðvíns, eða eitt glas á dag fyrir konur og tvö glös á dag fyrir karla, minnkar hættu á hjartaáfalli á miðjum aldri um 30 til 50 prósent.

Einnig bendir ýmislegt til þess að rauðvínsdrykkja minnki hættu á að þeir sem þegar hafa fengið hjartaáfall fái það aftur. Þá hefur verið sýnt fram á að rauðvín kunni að auka hlut svokallaðs góðs kólesteróls í blóðinu á kostnað slæms kólesteróls. Meðaltíðni hjartaáfalla hjá Miðjarðarhafsþjóðum hefur einmitt reynst óvenju lág.
 
Þetta þýðir þó alls ekki sjálfkrafa að ráðlegt sé að byrja að drekka meira vín til þess að ná betri heilsu.
Mikil áfengisdrykkja getur leitt til þyngdaraukningar auk þess sem vissar rannsóknir hafa bent til þess að tengsl séu á milli áfengisdrykkju og hættu á krabbameini.
 
Regluleg hreyfing og neysla á vínberjum og öðrum ávöxtum og grænmeti gerir allt það gagn sem rauðvín er talið geta gert, en ekkert ógagn.

Fréttin birtist í Blaðinu 23 febrúar 2007

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-