-Auglýsing-

Tryggingar og réttindi

Hversu langt mega tryggingafyrirtæki ganga í að afla upplýsinga um viðskiptavini sína og þeirra nánustu? Þessi spurning vaknar þegar frumvarp um breytingu á lögum um vátryggingasamninga, sem nú liggur fyrir Alþingi, er skoðað.

Í frumvarpinu segir að á meðan tryggingafélag hafi ekki samþykkt að veita vátryggingu geti það óskað eftir upplýsingum, sem hafi þýðingu fyrir mat þess á áhættunni. “Í þeim tilgangi er félaginu heimilt að óska upplýsinga um sjúkdóma sem vátryggingataki eða vátryggður, foreldri hans, barn eða systkini eru haldin eða hafa verið haldin,” segir í frumvarpinu. “Slíkra upplýsinga skal aflað beint hjá vátryggingartaka, eða eftir atvikum vátryggðum, sem skal veita rétt og tæmandi svör við spurningum félagsins. Sé upplýsinganna aflað frá öðrum en vátryggingartaka eða vátryggðum skal, áður en þeirra er aflað, liggja fyrir skriflegt upplýst samþykki þess sem aflað er upplýsinga um.”

-Auglýsing-

Læknafélag Íslands birti í fyrradag umsögn um frumvarpið og telur að verði það óbreytt að lögum verði ekki annað séð en efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis gangi erinda tryggingafélaganna og horfi til óskilgreindra viðskiptahagsmuna á kostnað persónuverndarsjónarmiða einstaklingsins.

“Þetta er mannréttindabrot,” segir Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, í frétt í Morgunblaðinu í gær. “Í vísindaheiminum dettur engum í hug að gera vísindarannsóknir með þessum hætti eða skilyrðum. Í mínum huga minna þessi vinnubrögð einna helst á starfsaðferðir Stasi [austur-þýsku öryggislögreglunnar], þar sem borgararnir upplýsa um viðkvæm persónuleg mál annarra einstaklinga í einhverja gagnagrunna, hvort sem það heitir tryggingafélag eða ekki.”

- Auglýsing-

Sigurbjörn kveður fast að orði, en það er hins vegar full ástæða til að velta því fyrir sér hvað vaki fyrir höfundum frumvarpsins. Hægt er að afla upplýsinga hjá einstaklingum um heilsufar þeirra, sem honum eru nákomnastir. Hvernig verður farið með þær upplýsingar? Með hvaða hætti verða þær geymdar, hve lengi og hverjir munu hafa aðgang að þeim? Hvers vegna ættu tryggingafélög að þurfa aðgang að upplýsingum um aðra en þá, sem leita eftir tryggingu?

Læknafélagið kallar þetta tilraun til að skipta þjóðinni í hinn “hreina kynstofn” og “hina”. Löggjafinn verður að gæta sín þegar kemur að löggjöf um meðferð upplýsinga um einstaklinga. Friðhelgi einkalífsins og persónuvernd á að hafa forgang, ekki hagsmunir vátryggingafélaga.

Ritstjórnargrein úr Morgunblaðinu 24 febrúar 2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-