-Auglýsing-

Rannsókn staðfestir að hjarta og æðasjúkdómar geti þróast fyrr og án einkenna

Staðreyndin er sú að hjarta og æðasjúkdómar eiga sér oft langann aðdraganda og eru jafnvel einkennalausir svo áratugum skiptir.

Nýleg rannsókn staðfestir það sem sérfræðingar hafa talið sig vita að fjöldi fólks geti haft dulda hjartasjúkdóma áður en nokkur einkenni geri vart við sig.

Samkvæmt danskri rannsókn sem birt var í læknatímaritinu Annals of Internal Medicine og tók til yfir 9.000 þátttakenda þýðir að hjartasjúkdómar geti verið farnir að þróast fyrr á ævinni en áður var gert ráð fyrir. Þessi þróun hafi þó verði dulinn þeim sem hlut eiga að máli.

Tæplega helmingur þátttakenda rannsóknarinnar sýndi merki um kransæðasjúkdóm eða kransæðakölkun.

Samkvæmt heilsu- og lífstílsvefnum Healthline tengist teppandi kransæðakölkun meira en áttfaldri hættu á hjartaáfalli og hjartadrepi.

Vísindamennirnir segjast hafa fundið mjög hátt hlutfall einkennalausrar kransæðakölkunar.

Að sögn Bandarísku stofnunarinnar CDC sem sinnir sjúkdómavörnum og forvörnum, má rekja sjúkdóminn til uppsöfnunar kólesteróls í slagæðum, en þessi uppsöfnun kólesteróls getur síðan leitt til hjartaáfalls.

- Auglýsing-

Vísindamenn tjáðu Healthline að rannsóknin sýni hve mikilvægt það er að ná að greina sjúkdóminn á fyrri stigum þar sem hjartavandamál geti byrjað mörgum árum áður en hjartasjúkdómar þróist.

Tölvusneiðmyndataka (CTA) var notuð til að ákvarða hvort þátttakendur rannsóknarinnar væru með kransæðakölkun og reyndist hún vera til staðar í 46% þátttakenda. Í 36% þátttakenda reyndist kransæðakölkun ekki vera teppandi en í 10% þátttakenda var hún hins vegar teppandi.

Að sögn Elizabeth Klodas, yfirlæknis Step One Foods, sem ekki tók þátt í rannsókninni, staðfestir rannsóknin það sem sérfræðingar töldu sig nú þegar vita, þ.e. að ferlið byrji snemma og geri vart við sig með ýmsum hætti.

„Ég myndi segja að þessi rannsókn gefi okkur dýrmætar upplýsingar. Hún staðfestir mikilvægi þess að hefja forvarnir snemma. Ekki bíða.”

Heimild: https://www.webmd.com/heart-disease/news/20230328/study-confirms-heart-disease-can-begin-without-symptoms?ecd=wnl_chl_040423&ctr=wnl-chl-040423_supportTop_title_2&mb=wk1wGS1IV%2FLXod3RtXwVUeHnVev1imbCssbdVaHq%40v8%3D

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-