-Auglýsing-

Léttu á hjarta þínu

Það er stórkostlegt tækifæri að auka neyslu á grænmeti og ávöxtum yfir sumarið og gleðja með því hjartað.

Við fögnum því að hitastigið fer hækkandi og sólin vermir kinn. Í sumar verðum við í samvinnu við Sölufélag Garðyrkjumanna og komum við til með að birta reglulega pistla frá þeim þar sem horft er til heilsu, fróðleiks um grænmeti auk þess sem bráðhollar og góðar uppskriftir fljóta með.

Við hvetjum lesendur hjartalif.is að gera það að markmiði sínu að auka hlutfall plöntufæðis í mataræðinu. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að það er eitt það besta sem við getum gert fyrir hjartaheilsu. Svo er eitt svo skemmtilegt með Íslenska grænmetið. Við vitum hvaðan það kemur.

10 ráð til þín sem geta minnkað líkurnar á hjarta og æðasjúkdómum

1. Ef þú átt nokkur aukakíló, léttu þig. Oft þarf ekki að missa nema fáein kíló til að hjálpa hjartanu að vinna. Auka líkamsfita sest ekki eingöngu þar sem við “sjáum” hana heldur sest hún líka í kringum líffærin sem gerir þeim erfiðara að starfa.

2. Sparaðu fituna. Minnkaðu notkun mettaðrar fitu og kólesteróls með því að velja fitusnautt kjöt, skinnlausan kjúkling og mjólkurvörur sem eru lágar í fitu (t.d. léttmjólk og undanrennu í stað nýmjólkur) Athugið samt að oft þegar valin er létt-mjólkurvara sem er bragðbætt þá er oft búið að bæta við sykri í staðinn fyrir fituna.

3. Minnkaðu saltnotkun. Notaðu vörur sem auglýsa minna salt eða jafnvel saltlaust. Athugið að unnar vörur eru oft saltmiklar. Minnkaðu notkun á salti í mat. Æskilegt er að saltneysla kvenna sé ekki meiri en 6g á dag og 7g á dag hjá körlum.

4. Auktu á litadýrðina í matnum með því að velja fjölbreytta ávexti og grænmeti. Þau eru full af trefjum, vítamínum og steinefnum sem eru frábær fyrir hjartað og blóðþrýstinginn.

- Auglýsing-

5. Veldu grófmeti. Borðaðu að minnsta kosti 85g af grófu brauði, heilhveitipasta og brúnum grjónum daglega.

6. Njóttu fisksins sem er ríkur af omega-3 að minnsta kosti tvisvar í viku.

7. Veldu hæfilega mikið af mat ríkum af fjölómettuðum fitusýrum. T.d. grænmetisolíur, hnetur og fræ.

8. Legðu áherslu á trefjarnar sem þú finnur meðal annars í grófu brauði, grænmeti, ávöxtum og einnig baunum.

9. Lestu á umbúðir. Lýsing á innihaldi fæðunnar getur hjálpað þér við að fylgjast með neyslu þinni á orku, trefjum, fitu, kólesteróli, salti og öðrum næringarefnum.

10. Hreyfðu þig að minnsta kosti í 30 mínútur á dag. Þú getur líka skipt því í 3 x 10 mínútur. Gakktu, hlauptu, hjólaðu, syntu, dansaðu eða hvað sem kemur blóðinu á hreyfingu

Höf,
Alma María Rögnvaldsdóttir
Hjúkrunarfræðingur

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-