-Auglýsing-

Rannsókn á tengslum kæfisvefns og hjarta- og æðasjúkdóma

Leitað er eftir þátttakendum í rannsókn á tengslum  kæfisvefns og hjarta- og æðasjúkdóma, körlum og konum á aldrinum 40-65 ára sem ekki eru með þekktan kæfisvefn. Fyrirhugað er að rannsaka svefn, hjarta- og æðakerfi viðkomandi og bera saman við niðurstöður rannsókna hjá einstaklingum með kæfisvefn sem eru þátttakendur í viðamikilli fjölþjóðlegri rannsókn á sambandi kæfisvefns og hjarta- og æðasjúkdóma.

Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Þórarinn Gíslason yfirlæknir lungnadeildar Landspítala, s. 543 1000. Rannsóknin fer fram á lungnadeildinni á Landspítala Fossvogi.

Hverjir geta tekið þátt?

Karlar og konur á aldrinum 40-65 ára
Heilsufar þarf að hafa verið stöðugt síðastliðna 2 mánuði
Þátttakendur mega ekki nota að staðaldri róandi lyf eða svefnlyf
Konur verða að vera hættar á blæðingum og ekki á hormónalyfjum
Fleiri þættir geta útilokað þátttöku í rannsókninni en spurt verður um slíkt ef haft er samband vegna áhuga á þátttöku
Hvað felur rannsóknin í sér?

Þátttaka felur í sér læknisviðtal og skoðun við upphaf rannsóknar. Þáttakendur svara spurningalistum um heilsufar og svefn og gerð verður nákvæm svefnrannsókn. Dagsyfja, athygli og einbeiting verður metin með stöðluðum prófum. Tekin eru blóðsýni og þvagi safnað. Gerðar verða 24 klst blóðþrýstingsmælingar, mældur miðlægur blóðþrýstingur og hálsslagæðar ómaðar. Þá er gerð segulómskoðun af hjarta og kvið. Lungnastarfsemi er könnuð með blástursprófi. Þátttakandi þarf að mæta 6 sinnum. Allar rannsóknir eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
Einstaklingar sem svara kallinu hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Ákveði þeir að taka þátt geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar.

Frekari upplýsingar

- Auglýsing-

Starfsmaður rannsóknarinnar (Lovísa) í síma 543 6383 eða 824 0265 kl. 13:00-14:00 þriðjudaga til fimmtudaga eða í tölvupósti á netfangið lovisag@landspitali.is

www.landspitali.is 13.01.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-