-Auglýsing-

Sjónvarpsgláp er lífshættulegt

Þeir sem horfa mikið á sjónvarp eða eru lengi við tölvuskjái eru meira en helmingi líklegri til að þjást vegna hjartavandamála. Að sama skapi hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að ótímabærir dauðdagar séu helmingi líklegri hjá áðurnefndum hópi.
Frá þessum niðurstöðum er greint í The Telegraph þar sem fram kemur að þeir sem eru límdir við skjáinn í meira en fjóra tíma á dag eiga á hættu alvarlega hjartaveiki.

Vísindamenn hjá rannsóknardeild Lundúnarháskóla á faraldsjúkdómum og heilsu almennings komust að þessari niðurstöðu. Talsmaður rannsóknarinnar, Emmanuel Stamatakis, segir að nokkrir tímar fyrir framan skjáinn skapi mikla hættu. „Fólk sem dvelur lengi fyrir framan skjáinn, einkum við sjónvarpsgláp, er mun líklegra til að deyja og þjást vegna hjartavandamála. Okkar rannsóknir sýna að tveir eða fleir tíma auki hættuna mjög,” segir Stamatakis.

Ríflega 4.500 einstaklingar voru til skoðunar í rannsókninni. Megin niðurstaðan sýndi að 48 prósent meiri líkur eru á dauða eða hjartavandamálum hjá þeim sem horfa á skjá í meira en fjóra tíma á dag.

www.dv.is 12.01.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-