-Auglýsing-

Páskaegg góð fyrir heilsuna?

Ástæðulaust virðist  að hafa samviskubit yfir páskaeggjaáti um helgina, svo framarlega að eggin séu úr dökku súkkulaði, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar sem sýna að smáir skammtar af súkkulaði á hverjum degi geta dregið úr hættunni á hjartaáfalli eða heilablóðfalli um allt að 40%.

Þýskir vísindamenn fylgdust með tæplega 20.000 manns yfir 8 ára tímabil og létu þá svara spurningum um mataræði sitt og hreyfingu. Niðurstaðan var sú, að þeir sem borðuðu að meðaltali 6 grömm af súkkulaði á dag voru 39% ólíklegri til að fá hjartasjúkdóma. Rannsóknin verður birt á morgun í fagtímaritinu European Heart Journal.

-Auglýsing-

Rannsóknir hafa áður bent til þess að dökkt súkkulaði í smá skömmtum geti styrkt hjartað en þetta er fyrsta rannsóknin sem skrásetur áhrif þess á svo löngu tímabili. Sérfræðingar telja að þetta megi rekja til efnisins flavonol í súkkulaði, en það stuðlar að því að halda blóðþrýstingi niðri.

„Það er kannski aðeins of snemmt að mæla beinlínis með því að fólk borði meira súkkulaði, en ef fólk skiptir út sykri og fituríku snarli fyrir smá súkkulaðibita þá getur það hjálpað heilmikið,” segir þýski næringarfræðingurinn Brian Buijsse sem leiddi rannsóknina.

Fólkið sem Buijsse og kollegar hans fylgdust með áttu ekki við nein hjartavandamál að stríða þegar rannsóknin hófst, var svipað í vextinum og bjó við sameiginlega áhættuþætti þegar kom t.d. að reykingum og hreyfingu.  

Vísindamennirnir minna, á að þrátt fyrir þessi ánægjulegu tíðindi fyrir aðdáendur súkkulaðis sé rétt að hafa í huga að í 100 grömmum af dökku súkkulaði leynist um 500 kaloríur og ofneysla á súkkulaði hafi því neikvæð áhrif sem vegi þyngra en hitt.  Sennilega myndu vísindamennirnir þó ekki gera athugasemd við að fólk kaupi sér myndarlegt páskaegg og borði það svo bita fyrir bita yfir hátíðarnar.

- Auglýsing-

www.mbl.is 30.03.2010

http://mbl.is/mm/frettir/taekni/2010/03/30/paskaegg_god_fyrir_heilsuna/

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-