-Auglýsing-

,,Getum þolað þetta lengi”

Landspítalinn segir unglækna hafa brotið lög þegar þeir gengu út af spítalanum á miðnætti. Þetta kemur fram í tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í morgun.

65 af 75 unglæknum lögðu niður störf í gær og hafa ekki mætt til vinnu. Landspítalinn lítur svo á að ráðningarsamningur spítalans við unglækna sé í fullu gildi og að unglæknum beri skylda til að efna þann samning. Spítalinn segir að um ólögmætar þvingunaraðgerðir sé að ræða og þær séu litnar alvarlegum augum.

Ólafur Baldursson er framkvæmdastjóri lækninga á Lanspítalanum. Hann segir að spítalinn muni nýta ýmis úrræði og öryggi sjúklinga verði  tryggt. Vaktir hafi verið endurskipulagðar og aðrir læknar á spítalanum komið til starfa. Um 450 læknar starfi á spítalanum og sérfræðilæknar hafi verið fengnir til að fylla í skörðin. Hann segir að sjúklingarnir finni ekki fyrir ástandinu og að spítalinn geti þolað þetta í langan tíma.

Nýtt vaktakerfi stytti vinnulotur unglæknanna úr 16 klukkustundum í 13 klukkustundir þannig að þær falli betur að alþjóðlegum tilskipunum um vinnutíma. Þá fjölgar dagvinnustundum unglækna lítilega segir í tilkynningu frá Landspítalanum en á móti haldi unglæknar óskertum launum. Breytingarnar séu liður í þeim stórfellda niðurskurði sem spítalanum sé gert að takast á við.

Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir, formaður félags unglækna, segir að lögfræðingur Læknafélags Íslands hafi kannað málið og unglæknar fari fram í samræmi við það og því vísar hún því á bug að aðgerðirnar séu ólögmætar.

Venjuleg vinnuvika sé 40 klukkustundir en nú sé unglæknum gert að vinna allt að 60 klukkustundir á viku án þess að fá neitt greitt til viðbótar. Unglæknar séu mjög uggandi yfir afleiðingum þess að fólk geti ekki sinnt stafi sínu almenninlega undir þeim kringumstæðum. Því telji unglæknar sig bera ábyrgð gagnvart sjúklingum að koma í veg fyrir afturför í vinnuaðstæðum lækna. Engir fundir hafa verið boðaðir til að leysa málið.

- Auglýsing-

frettir@ruv.is

www.ruv.is 01.04.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-