-Auglýsing-

Öryggi sjúklinga í hættu ?

Félag almennra lækna óttast að breytingar á vaktafyrirkomulagi Landspítalans muni leiða til aukins álags á læknastéttina sem aftur verði til þess að mistökum muni fjölga. Segist félagið óttast að breytingarnar auki líkur á læknamistökum og ýti undir landflótta lækna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Félagið segir að eftir breytingarnar geti læknar lent í því að taka sjö 13 tíma vaktir í röð og að erfitt reynist að samræma eðlilegt fjölskyldulíf að starfinu.

-Auglýsing-

,,Nær ómögulegt verður að spara með þessum breytingum því þær krefjast aukinnar viðveru sem mun færa vinnuframlag lækna vel yfir leyfileg og sanngjörn mörk. Læknar hafa þegar tekið á sig umtalsverða kjaraskerðingu líkt og flestir hópar í þjóðfélaginu svo hægt sé að koma hjólum efnahagslífsins í gang aftur. Almennir læknar og kandídatar vinna þegar mjög mikið eða 48-55 klst á viku að meðaltali, og er þó ekki talin með ógreidd yfirvinna sem er umtalsverð. Mikið álag er á fólk í læknastéttinni og reynist mörgum erfitt að samræma fjölskyldulíf og vinnu vegna langra vinnudaga og mikillar vaktavinnu.”

Félagið segir yfirstjórnina viðurkenna að breytingarnar séu tilkomnar eingöngu vegna sparnaðaraðgerða en telja félagsmenn að erfitt verði ná fram sparnaði með þessum aðgerðum þar sem yfirvinna eigi eftir að aukast.

,,Þvert á móti muni kostnaður og líkur á dýrkeyptum mistökum aukast vegna aukins og ónauðsynlegs álags.”

- Auglýsing-

www.pressan.is 28.01.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-