-Auglýsing-

Varað við breytingu á heilbrigðislögum

Elsa_B._Frifinnsdttir„Fátt hefur ógnað öryggi sjúklinga jafn mikið í langan tíma og þetta litla frumvarp um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu sem nú liggur fyrir Alþingi,” sagði Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, á málþingi félagsins um öryggi sjúklinga í gær.

Hér vísar Elsa í frumvarp þar sem lagðar eru til tvær breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu. Lögin eru frá árinu 2007 og byggja á heildarendurskoðun laganna sem fór fram á árunum 2003 til 2006. Ein meginbreyting laganna eftir endurskoðun var hversu skýrt er kveðið á um ábyrgð stjórnenda í hjúkrun og lækningum og fagstéttir hafa talið mjög til bóta.

Í frumvarpinu er annars vegar lagt til að ákvæði um faglega ábyrgð yfirlækna sérgreina eða sérdeilda á læknisþjónustu og faglega ábyrgð deildarstjóra hjúkrunar á hjúkrunarþjónustu falli brott. Hins vegar er lagt til að ákvæði um heilsugæslustöðvar sem gerir ráð fyrir að forstjórar og framkvæmdastjórnir heilbrigðisstofnana hafi samráð við yfirlækni og yfirhjúkrunarfræðing heilsugæslustöðvar verði fellt niður og þar með verði ekki lengur skylt samkvæmt lögum að á öllum heilsugæslustöðvum skuli vera yfirlæknir og yfirhjúkrunarfræðingur.

„Það eru ekki fagleg rök fyrir þessari breytingu heldur eingöngu fjárhagsleg,” sagði Elsa. Hún sagðist ekki skilja hvernig tryggja ætti þjónustu og öryggi með því að snarfækka millistjórnendum á sama tíma og með sameiningum er hverri heilbrigðisstofnun gert að starfa á mun stærra svæði en áður var. „Hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þýðir þetta að ef gripið verður til þess ráðs að fella út yfirlækna og yfirhjúkrunarfræðinga þá stýrir til dæmis framkvæmdastjóri hjúkrun fyrir 200 þúsund manns á fimmtán heilsugæslustöðvum í sex sveitarfélögum.” Elsa sagði að margir héldu því fram að svo langt verði aldrei gengið eins og frumvarpið gefur tilefni til. Hins vegar verði þetta örugglega það sem horft verði til við sparnaðaraðgerðir næstu ára, og reyndar megi sjá þess stað að uppsagnir í anda frumvarpsins séu þegar hafnar.

Það sjónarmið kom einnig fram að það væri afturför að sameina Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð, eins og ráðgert er.

svavar@frettabladid.is

- Auglýsing-

www.visir.is 29.01.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-