-Auglýsing-

Nauðsynlegt að rannsaka reiði betur

Fólk sem getur ekki stjórnað skapi sínu veit ekki hvar það getur fengið hjálp, sem getur leitt til upplausnar í fjölskyldum, sjúkdóma og andlegra veikinda, samkvæmt breskri góðgerðarstofnun.
Talsmenn The Mental Health Foundation segja að sjaldnast sé tekið á reiði nema eftir að viðkomandi hafi framið ofbeldisfullan glæp og því sé nauðsynlegt að rannsaka fyrirbærið enn betur.

Þrálát og ofsafengin reiði er talin geta orsakað hjartasjúkdóma, krabbamein, kvef, þunglyndi og margt fleira. Þess utan eru meiri líkur á að reiði hafi neikvæð áhrif á sambönd en nokkur önnur tilfinning.
Í nýlegri YouGove rannsókn kom í ljós að 12 prósent af 2000 manns áttu í erfiðleikum með að stjórna skapi sínu. Einn af hverjum fjórum sagðist hafa áhyggjur af reiði sinni og 64 prósent töldu að almennt væri fólk mun reiðara nú en áður.

-Auglýsing-

Dr Andrew McCulloch, framkvæmdastjóri fyrrnefndrar góðgerðarstofnunar, segir að: „Í samfélagi þar sem fólk fær hjálp við þunglyndi, kvíða, fælni og öðrum sálfræðilegum og tilfinningalegum vanda er óvenjulegt að við þurfum sjálf að bægja frá okkur tilfinningum sem eru eins áhrifamiklar og reiði er. Það er nauðsynlegt að átta sig á hvenær reiði stjórnar lífi okkar, hafa tækifæri til að biðja um hjálp og fá hana.“

svanhvit@24stundir.is

24 stundir 26.03.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-