-Auglýsing-

Náttúruefni sem styrkja hjartað

Enn sækjum við í smiðju Sigmundar Guðbjarnarsonar sem skrifaði þennan fróðlega pistil sem birtist á Eyjunni.is.

Hjartaáfall verður oftast vegna æðakölkunar og mikilla þrengsla í kransæðum eða/og myndunar blóðtappa. Blóðstreymi til hluta af hjartanu verður þá of lítið og veldur mjög skert blóðstreymi blóðþurrð og hjartadrepi eða skemmd í hjartavöðvanum.

Efni úr ýmsu grænmeti, ávöxtum og lækningajurtum geta haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti í þessu ferli og styrkt forvarnir gegn kransæðasjúkdómum.

Virkar jurtir eru: sellerí (blaðselja), gulrætur, parsley (steinselja), ætihvönn, vallhumall, epli og eplasafi, bláber, salat, spínat, agúrkur, hafrar, hvítkál o.fl.

Virk efni í jurtunum: imperatorin, bergapten, isoimperatorin, oxypeucedanin, phellopterin, osthole, caffeic sýra, ferulic sýra, falcarinol, falcarindiol, magnesium o.m.fl.

Áhrif efnanna: lækkun á blóðfitu, slökun á æðaveggjum, víkkun á æðum og aukið blóðstreymi, lækkun á blóðþrýstingi. Dregur  úr hættu á myndun blóðtappa og  bólgum í æðum. Dregur úr bólgum með því að hindra virkni ensíma, COX-1 og 5-lipoxygenasa.

- Auglýsing-

Grænmeti og ávextir hafa náttúruefni (phytochemicals) sem ein sér eða fleiri saman hafa áhrif á æðakerfið. Flavonoidar er stærsti flokkur þessara jurtaefna. Fjöldi faraldsfræðilegra rannsókna hefur sýnt að neysla á grænmeti og ávöxtum hefur dregið úr tíðni hjartasjúkdóma, heilablóðfalls og háþrýstings. Nýlegar rannsóknir benda til þess að náttúruefni í þessum fæðutegundum geti haft mjög jákvæð áhrif, efnin hafi andoxunarvirkni, hafi jákvæð áhrif á æðaþelið og á blóðflögur o.fl. En fleiri efni eru að verki svo sem fúranókúmarín sem mikið er af í hvönn og fleiri jurtum af sveipjurtaætt.

Hér er stutt samantekt á virkni þessara efna og hvernig þau styrkja forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum.

1. Þau auka blóðstreymi um kransæðar hjartans. Kransæðasjúkdómar einkennast af skertu blóðstreymi vegna æðaþrengsla af völdum æðakölkunar. Æðakölkun er flókið ferli þar sem nokkrir þættir leika viðamikil hlutverk svo sem hátt blóð-  kólesteról (LDL), þrálátar bólgur í æðaveggjum, reykingar og hár blóðþrýstingur. Ýmis fúranókúmarín efni sem eru í ætihvönn (Angelica archangelica) hafa þau áhrif að draga úr samdrætti sléttra vöðvafruma í æðaveggjum, slaka á æðum og víkka út æðarnar, lækka blóðþrýsting og auka blóðstreymi til hjartans (Calcium antagonistic activity).
 
2. Draga úr bólgum og æðakölkun. Þrálátar bólgur í æðaveggjum eru m.a. taldar eiga þátt í æðakölkun og hjarta- og æðasjúkdómum. Sýnt hefur verið fram á að imperatorin o.fl. fúranókúmarín í hvönn hindra prostaglandin E2 framleiðsluna úr arachidon sýru. Imperatorin virkar einnig með því að hindra framleiðslu á tveimur ensímum, cyclooxygenasa (COX-1) og prostaglandin synthasa. Önnur bólgueyðandi efni eru xanthotoxin og osthole. Imperatorin hindrar jafnframt T-frumu fjölgun en þessar frumur eru virkar í bólgumyndun. Margir flavonoidar í jurtunum hafa svipuð bólguhemjandi áhrif og kúmarín efnin.

3. Efnin draga úr samloðun á blóðflögum og minnka hættu á myndun blóðtappa í hjarta (kransæðastíflu), Þessi efni eru t.d. imperatorin, osthole o.fl. Þessi efni geta einnig dregið úr verkjum og enn fremur veitt róandi áhrif.

4. Þau eru kvíðastillandi og draga úr áhrifum streitu. Phellopterin er fúranókúmarín í hvönn sem hefur áþekk áhrif og kvíðastillandi lyfið diazepam.

Mataræði, hreyfingarleysi og reykingar eru áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma sem neytandinn getur haft áhrif á og stjórnað sjálfur.

Heimildir:

Hér er getið heimilda til þess að menn geti kynnt sér efnið betur.

- Auglýsing -

Vasorelaxation of rat thoracic aorta caused by osthole isolated from Angelica pubecens. Ko FN. et al. European Journal of Pharmacology 219: 29-34, 1992.

Isolation, Identification  and Screening for COX-1 and 5-LO-Inhibition of Coumarins from Angelica archangelica. Roos G, Waiblinger J, Zschocke S, Liu JH, Klaiber I, Kraus W, Bauer R. Pharm. Pharmacol. Lett. 1997; 4: 157-160.

Inhibitory effect of the plant-extract osthole on L-type calcium current in NG 108-15 neuronal cells. Wu SN. et al. Biochemical Pharmacology 2002; 63: 199-206.

Coumarins and antiplatelet aggregation constituents from Formosan Peucidanum japonicum. Chen IS. et al. Phytochemistry 1996; 41: 525-530.

Imperatorin induces vasodilatation possibly via inhibiting voltage dependent calcium channel and receptor-mediated Ca2+ influx and release.  He JY, Zhang W, He LC, Cao YX. Eur. J. Pharmacol. 2007; 573: 170-175.

Furanocoumarins with affinity to brain benzodiazepine receptors in vitro. Bergendorf O. et al. Phytochemistry 44: 1121-1124, 1997.

Characterisation of the furanocoumarin phellopterin as a rat brain benzodiazepine receptor partial agonist in vitro. Deckermendjian K. et al. Neurosci. Lett. 219: 151-154, 1996.

Behavioral and biochemical studies of total furanocoumarins from seeds of Psoralea corylifolia in the forced swimming test in mice. Chen Y, Kong LD, Xia X, Kung HF, Zhang L. J. Ethnopharmacol. 2005; 96: 451-459.

Birtist áður á Eyjunni.is 04.10.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-