-Auglýsing-

Dagdeild opnuð á Hjartagátt

Dagdeild verður formlega opnuð við Hjartagátt á Landspítala Hringbraut föstudaginn 8. október 2010.

Dagdeildin, sem er 7 rúma,  verður staðsett á 10W við hlið bráða- og göngudeildareininga Hjartagáttar á 10D. Breytingar hafa farið fram á húsnæðinu á síðustu vikum en þar var áður hluti af röntgendeildinni. Dagdeildinni er ætlað að sinna sjúklingum sem eru innkallaðir í ýmsar rannsóknir og inngrip á hjarta, þar á meðal kransæðaþræðingum, kransæðavíkkunum, brennslu á aukaleiðsluböndum, gangráðsísetningum og rafvendingum.

Hjartagátt tók til starfa síðastliðið vor og er hlutverk  hennar að sinna öllum þáttum „ambúlant“ hjartalækninga;  bráðaþjónustu, göngudeild og dagdeild. Bráðaþjónusta fyrir sjúklinga með einkenni frá hjarta er opin allan sólarhringinn 5 daga vikunnar, frá klukkan 8:00 á mánudagsmorgnum til klukkan 20:00 á föstudagskvöldum. Bráðaþjónusta fyrir hjartasjúklinga er á bráðamóttökunni í Fossvogi um helgar.

Stjórnendur Hjartagáttar eru Davíð O. Arnar yfirlæknir og Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri.

www.landspitali.is 07.10.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-