-Auglýsing-

Hjartaaðgerðir úr landi?

Landspítalinn getur ekki ráðið sérfræðinga til starfa á þeim launum sem bjóðast. Starfsaðstaðan er líka Þrándur í Götu eðlilegrar endurnýjunar starfsliðsins, ekki bara niðurskurður. Það stefnir í að senda verði hjartasjúklinga til aðgerða erlendis, segir Björn Zoega, forstjóri Landspítalans.
Á Landspítalanum starfa nú 627 færri en í janúar 2009. Það eru álíka margir og búa á Seyðisfirði. Á þessu ári hefur verið fækkað um 90 svokölluð heilsárs rúm sem þjónustuð eru allan sólarhringinn. Launakostnaður í krónum fyrstu níu mánuði ársins eru 1.100 milljónum krónum lægri en á sama tímabili í fyrra.

Forstjórinn fór yfir stöðuna með læknaráði í dag og segir spítalann búinn að skera meira niður en aðrir hafi þurft að gera í kreppunni. Hann segir að starfsfólki hafi verið fækkað, allir vinni hraðar og vinni meiri vinnu fyrir minna kaup.

-Auglýsing-

Björn segist óttast að ef gengið verði harðar að Landspítalanum verði komið að þolmörkum. Ekki hafi verið lögð niður nein starfsemi á síðustu árum. Starfseminni hafi verið breytt, hún endurskipulögð og minnkuð. Næsta skref geti orðið það að leggja niður einhverja starfsemi. Það geti gerst að senda verði sjúklinga til útlanda í aðgerðir, en ríkið muni ekki spara á því.

Hann segir spítalann reyna að taka við öllum sem til hans leita, og það sé gert enn sem komið er.

Sjá myndskeið með fréttinni hér 

www.ruv.is 15.10.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-