-Auglýsing-

Minnsta hjartadæla heims

Læknum í Þýskalandi hefur tekist að græða heimsins smæstu hjartadælu í fimmtuga konu. Dælan er sögð skilvirkari en forverar hennar og þar sem minna fer fyrir henni truflar hún síður umhverfi sitt.

Dælan er gerð úr plasti og títani og er 92 grömm að þyngt. Konan fékk dæluna síðla í júlí og býr nú við tiltölulega eðlilega aðstæður heima hjá sér, að því er fram kemur í tilkynningu frá háskólasjúkrahúsinu í Heidelberg.

„Dælan getur komið algjörlega í staðinn fyrir vinstri hvolf hjartans og hún vinnur sérlega hljóðlega og skilvirkt,“  segir yfirmaður hjartaskurðdeildar sjúkrahússins, Matthias Karck.

Með dælunni er ennfremur hægt að brúa bilið frá því að hjartagjafi finnst fyrir hjartaígræðslu. Dælan er fimmta kynslóð af hinni svokölluðu DeBakey Heart, sem var þróuð af bandaríska hjartaskurðlækninum Michael DeBakey á tíunda áratugnum.

www.mbl.is 17.09.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-