-Auglýsing-

Heppinn að vera á lífi eftir hjartaáfall

Jóhannes Kristjánsson, einn vinsælasti skemmtikraftur landsins, fékk alvarlegt hjartaáfall í byrjun júní. Til að bjarga lífi hans var flogið með hann til Gautaborgar þar sem grædd var í hann hjartapumpa. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem hefur fengið með góðum árangri slíkt hjálpartæki.

Jóhannes er á spítala og það ríkir glaðværð á sjúkrastofunni þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins líta þar inn. Gunnar Mýrdal hjartaskurðlæknir dregur upp úr tösku sinni undarlega pípulögn, sem er samskonar og hluti af þeim búnaði sem heldur hjarta Jóhannesar gangandi. Jóhannes starir á búnaðinn með undrun. „Er þetta skilvindan sem er inni í mér? Þetta er nú bara eins og í Ferguson.“

-Auglýsing-

Jóhannes er í endurhæfingu og bíður nú hjartaígræðslu. Hann gleðst yfir flestu en þó mest því að hafa lifað af og hafa því ennþá tækifæri til að gleðjast! Jóhannes segist hafa verið orðinn lélegur áður en hann datt „dauður“ niður. Mesta furða að kona hans hafi heyrt hann detta svo mjór og væskilslegur sem hann hafi verið. Nú sé hann allur að braggast.

www.mbl.is 14.08.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-