-Auglýsing-

Miklu færri hjartatilfelli í kjölfar reykbanns

Samkvæmt nýrri skýrslu, sem kynnt var á ráðstefnu hjartasérfræðinga í Brussel í Belgíu í dag, hafa strangari reglur um reykingar fækkað hjartatilfellum í Evrópu umtalsvert.

Í Frakklandi fækkaði bráðainnlögnum vegna hjartatilfella um 15 prósent ári eftir að reykingar voru bannaðar á opinberum stöðum. Árangurinn í kjölfar reykbanns á Ítalíu, sem tók gildi 2005, er svipaður en þar fækkaði bráðahjartatilfellum  um 11,2 prósent.

Reykbann á Írlandi tók gildi 2004. Þar fækkaði bráðainnlögnum vegna hjartatilfella um 11 prósent næsta árið. Tilfellunum hélt áfram að fækka þarnæsta ár.

Í Skotlandi, þar sem reykbann tók gildi 2006, fækkaði innlögnum vegna hjartatilfella um 17 prósent árið á eftir.

www.mbl.is 11.09.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-