-Auglýsing-

Hjarta- og æðasjúkdómar í Evrópu

Í dag fimmtudaginn 10. september kynnir Hjartavernd nýja skýrslu – Cardiovascular disease prevention in Europe – the unfinished agenda.

Skýrslan er afrakstur vinnu við fimmta hluta verkefnisins „EuroHeart” og fjallar um forvaráætlanir hinna ýmsu Evrópuþjóða og mat á árangri þeirra. Áður hefur verið kynntur fyrri áfangi verkefnisins, Evrópska stefnuskráin um heilbrigði hjartans, í ágúst 2007.

Tilgangur þessa fimmta hluta er að kortleggja opinber lög, reglur, stefnur og aðgerðir innan hvers lands á sviði hjarta- og æðasjúkdóma í víðum skilningi. Segja má að skýrslan gefi svipmynd af forvörnum hjarta- og æðasjúkdóma, langvinnra sjúkdóma og lýðheilsu í þeim 16 löndum sem að verkefninu koma.

Niðurstöður verkefnisins sýna m.a. að hjarta- og æðasjúkdómar eru enn algengasta dánarorsök karla og kvenna í Evrópu en dánartíðni af þeirra völdum hefur lækkað verulega í flestum löndunum. Tíðni dauðsfalla vegna kransæðasjúkdóms er lægst meðal íslenskra kvenna á meðan íslenskir karlar eru í sjöttta sæti. Tíðni dauðsfalla vegna heilablæðinga er hinsvegar lægst meðal íslenskra karla en íslenskar konur eru í fimmta sæti.

 Munur milli einstakra landsvæða innan Evrópu getur verið verulegur bæði hvað varðar dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma og síðast en ekki síst kemur í ljós talsverður munur milli landa á opinberum áætlunum (national policies) og því regluverki sem stjórnvöld setja um forvarnir. Dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóms er t.d. sex sinnum hærri meðal karlmanna í Ungverjalandi en Frakklandi og karlmaður í Eistlandi er ríflega 10 sinnum líklegri til að deyja úr heilablæðingu en íslenskur karlmaður (miðað við 65 ára og yngri).

- Auglýsing-

Eins og fyrr segir er munur á þeim opinberu áætlunum sem stjórnvöld hafa sett hvað varðar, fjölda áætlana og innihald. Þegar löndin 16 eru borin saman má sjá að Ísland stendur ágætlega að vígi. Ísland er eitt af sjö af löndum þar sem finna má fimm áætlanir um forvarnir á sviði hjarta- og æðasjúkdóma og/eða kransæðasjúdóms, háþrýstings, heilablæðingu og blóðfitu. Til samanburðar má nefna að nágrannar okkar og frændur Danir hafa einungis sett sér tvær opinberar áætlanir um þessi mál. Í Danmörku er til að mynda engin opinber stefna í áfengis- og tóbaksmálum. Að sama skapi eru engar opinberar klínískar leiðbeiningar um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Á Íslandi má finna klínískar leiðbeiningar um kransæðasjúkdóma, háþrýsting, heilablæðingu, blóðfitur, offitu og sykursýki. Einnig er vert að benda á áhættureikni Hjartaverndar á heimasíðunni, www.hjarta.is en hann er aðgengilegur öllum almenningi sem og heilbrigðisstéttum.

 Umrædd skýrslan staðfestir að markviss forvarnarstefna hefur skilað góðum árangri þar sem verulega hefur dregið úr dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Hjartavernd hefur sannarlega lagt sitt á vogarskálarnar síðustu fjörtíu árin enda Hjartavernd hefur verið leiðandi á Íslandi í baráttunni gegn áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Íslendingar hafa þó þyngst umtalsvert á síðustu árum og er hættan sú að okkar góði árangur fari forgörðum þar sem tíðni sykursýki af tegund 2 eykst samfara aukinni þyngd. Því er rétt að benda á að dagleg neysla Íslendinga á grænmeti og ávöxtum er lægst miðað við löndin 16 sem skýrslan fjallar um. Íslendingar verma auk þess næst efsta sætið á eftir Slóvenum þegar litið er á hvaðan hitaeiningar daglegrar neyslu koma en 42% hitaeininga Íslendinga koma úr fitu á meðan hlutfallið er 31% hjá Norðmönnum. Þetta er engan vegin ásættanleg þróun og hér verðum við að snúa vörn í sókn. Að sama skapi má alls ekki minnka tóbaksvarnir enda sína nýjar rannsóknir að verulega hefur dregið úr inngripum og innlögnum vegna kransæðasjúkdóms hjá þeim sem ekki reykja í þeim löndum þar sem bann er lagt við reykingum á opinberum stöðum.

 

Heimasíða Evrópsku stefnuskrárinnar um heilbrigði hjarans:

www.heartcharter.eu

- Auglýsing -

Nánar má lesa um verkefnið hér:

http://www.ehnheart.org/content/itemstory.asp?level0=1456&level1=2096&level2=2097

 

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-