-Auglýsing-

Mikilvægt að mæla blóðþrýsting á báðum handleggjum

BlóþrýstingurÞað að mæla blóðþrýsting á báðum handleggjum getur gefið til kynna hvort einstaklingur muni eiga við hjarta- og æðavandamál í framtíðinni, jafnvel þó engir aðrir áhættuþættir séu til staðar. Því er mikilvægt að mæla blóðþrýsting á báðum handleggjum.

Hjartasjúkdómar og heilablóðfall eru dánarorsök um 160.000 einstaklinga á ári í Bretlandi og á um 7 mínútna fresti deyr einstaklingur af hjartaáfalli þar.

-Auglýsing-

Hár blóðþrýstingur þrefaldar hættuna á hjartaáfalli og heilablóðfalli, getur skemmt nýrun og augun og smátt og smátt eru tengsl hans við heilabilun að koma betur í ljós.

Það að taka blóðþrýstinginn á báðum handleggjum í stað þess að taka hann bara á öðrum gæti hjálpað læknum að koma auga á hjartasjúkdóma.

Rannsakendur í Harvard Medical School í Bandaríkjunum tóku blóðþrýsting á báðum handleggjum hjá um 3400 konum og körlum sem voru 40 ára og eldri og virtust heilbrigðir.

Smá munur milli mælinga á hægri og vinstri handlegg er ekki endilega óeðlilegur. Í rannsókninni var meðaltals munurinn á efri mörkum blóðþrýstingsins milli handleggja um 5 stig. En í um 10% þátttakenda var munurinn 10 stig eða meiri. Þessir einstaklingar voru 38% líklegri til að fá hjartaáfall, heilablóðfall eða eiga við svipuð vandamál að stríða á næstu 13 árunum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir á blóðþrýstingsmælingum á báðum handleggjum.

- Auglýsing-

Haldið er að ef það er mikill munur á mælingum milli handleggja þá getur verið að æðarnar í handleggnum sem er með hærri tölur séu stíflaðar af fitu. Þetta getur verið merki um að æðarnar í hjartanu og heilanum séu einnig að stíflast en það eykur líkurnar á hjartaáfalli og heilablóðfalli. Þetta kemur fram í rannsókninni sem birtist í American Journal of Medicine.

Þrátt fyrir að viðmiðunarreglur segi til um að breskir læknar eigi að mæla blóðþrýsting á báðum handleggjum þá séu margir sem ekki fari eftir því.

Bresku hjartasamtökin segja að mikill munur milli mælinga á handleggjum ætti ekki að vera hundsaður. Thembi Nkala er hjúkrunarfræðingur hjá samtökunum og segir hún að jafnvel þó að einstaklingur beri engin önnur merki um áhættuþætti fyrir hjarta- og æðasjúkdómum, þá geti ójafn blóðþrýstingur verið merki um hættu á þeim í framtíðinni. Hún segir að breskar viðmiðunarreglur segi til um að blóðþrýstingur eigi að vera mældur á báðum handleggjum þegar verið er að skoða hvort um of háan blóðþrýsting sé að ræða.

Þetta gefur til kynna að eitthvað sem er jafn einfalt og að mæla blóðþrýsting á báðum handleggjum geti gefið einstaklingum snemmbúna aðvörun um yfirvofandi hjartavandamál. Þannig gæti fólk meðal annars reynt að breyta lífstíl sínum til að bæta hjartaheilsuna þegar í stað.

Þýtt og endursagt af Daily Mail.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-